Róbert Sighvatsson þjálfar meistaraflokk Þróttar

Í dag voru undirritaðir samningar við nýtt þjálfarateymi hjá meistaraflokki karla og 2 flokki karla,

aðalþjálfari meistaraflokks verður Róbert Sighvatsson, Róbert var hörkuleikmaður, Hann lék 160 leiki með íslenska landsliðinu og skoraði 243 mörk. 2002 – 2006 lék hann með þýska liðinu HSG Wetzlar, eftir að keppnisferli lauk hefur Róbert getið sér gott orð sem þjálfari, Þjálfaði meðal annars Wetzlar í þýsku 1 deildinni, veturinn 2006-2007.

Aðstoðarþjálfari meistaraflokks og aðalþjálfari 2.flokks karla verður Þróttarinn Leifur Óskarsson, hann þarf varla að kynna fyrir nokkrum manni, hefur leikið með Þrótti undanfarin ár og þjálfað hjá okkur líka,

Þriðji maðurinn í teyminu er Gylfi Gylfason, sem verður þeim félögum til aðstoðar.Gylfi var lengi atvinnumaður í Þýskalandi og á að baki 27 A-landsleiki fyrir Ísland, Gylfi mun skipta yfir í Þrótt. Hvort hann muni henda sér inn úr horninu, verður svo bara að koma í ljós.

Það eru miklar vonir bundnar við þetta þjálfarateymi, og horfum við Þróttarar fram á spennandi tíma með efnilega liðið okkar.

Lifi……

Á myndinni eru Leifur, Gylfi og Róbert ásamt

Hauki og Marcus (i) frá handboltadeild Þróttar.