Vinnudagur 2.mai, Ákall til Þróttara

Laugardaginn 2.mai ætlum við að koma saman og gera vellina klára fyrir sumarið, hefjumst handa kl 09.00, þurfum á öllum Þrótturum að halda.

Skilta uppsetning, færsla 300 sæta af Valbjarnarvelli yfir á gervigrasið, tiltekt umhverfis vellina ofl.

Gott ef fólk gæti tekið með sér verkfæri til verksins.

Mætum og tökum til hendinni,

Þetta er að skella á.

Lifi Þróttur.

Æfingaleikur hjá meistaraflokki kvenna á morgun

Nú er stutt í fyrsta leik í Pepsí deildinni og stelpurnar eru að leggja loka hönd á undirbúning sinn, þær eru klárar og tilbúnar í slaginn, á morgun mæta þær sterku liði Fylkis í æfingaleik, leikurinn fer fram í Egilshöllinni og hefst kl 18:00, hvetjum alla til að mæta og styðja þær,

Fyrsti leikur í Pepsí deild kvenna 2015.

Breiðablik-Þróttur fimmtudaginn 14.mai kl 14.00 á Kópavogsvelli.