Úrslit í annari umferð í skákinni.

Fyrst var tefld önnur umferð í „Skákmóti Þróttar“ og urðu úrslit sem hér segir: Davíð vann Helga, Sölvi vann Sigurð og Óli Viðar vann Kjartan. Frestað var skák þeirra Júlíusar og Braga og Jón H. sat hjá.

Síðan var tekið til við hraðskákirnar og varð Davíð efstur með 6 vinninga, annar varð Jón H. með 4,5 vinninga, Óli Viðar þriðji með 3,5 vinninga og Helgi og Kjartan urðu í fjórða og fimmta sæti með 2,5 vinninga. Teflt verður næst 7.desember.

Ásmundur og Gunnar Helgasynir eru fimmtugir i dag 24.nóvember

Þá er óþarft að kynna, en báðir léku knattspyrnu upp alla yngri flokkana auk þess að Ási lék yfir

100 leiki með meistaraflokki. Þá hafa þeir oft tekið til hendinni fyrir félagið, bæði í stjórnum
og öðrum störfum og ekki má gleyma lífinu og fjörinu í kringum þá á Þróttarleikjum.
Þróttarar senda þeim árnaðaróskir á þessum tímamótum.

 

Karl Brynjar framlengir samning sinn við Þrótt

Varnarmaðurinn okkar öflugi hefur framlengt samning sinn við okkur um eitt ár, er því samningsbundinn Þrótti næstu 2 árin, Kalli hefur staðið vaktina hjá okkur í hjarta varnar. Frá vormánuðum 2012, þegar hann gékk til liðs við okkur frá ÍR, hann á að baki 100 leiki með Þrótti og í þeim hefur hann skorað 8 mörk,

Við erum virkilega ánægðir með Kalla og að við fáum að nota krafta hans næstu árin.

Kalli um nýja samninginn.

„ Ég er gríðalega sáttur með að hafa endurnýjað hjá Þrótti þar sem mér líður mjög vel í Dalnum, miklar breytingar og björt framtíð framundann.“