Leikskólinn Laugasól kom í heimsókn.

Í morgun, fimmtudaginn 21. maí kom leikskólinn Laugasól í heimsókn til okkar Þróttara.

Hópurinn var fræddur um starfsemi Þróttar og fengu börnin að skoða félagsheimilið og aðalvöllinn. Það þótti spennandi að setjast í stúkuna við gervigrasvöllinn og í kjölfarið var tekin stutt æfing.

Að lokum var börnunum boðið upp á létta hressingu í Þróttarheimilinu.

Flottir krakkar hér á ferðinni og svo sannarlega framtíðar Þróttarar.

Uppskeruhátíð yngri flokka heppnaðist vel.

Uppskeruhátíð yngri flokka Þróttar í blaki fór fram mánudaginn 18. maí. Forráðamenn og iðkendur komu saman og farið var yfir afrakstur vetrarins.

Veittar voru viðurkenningar fyrir mestu framfarir og til bestu leikmanna í öllum flokkum. Eftir verðlaunaafhendingu buðu yngri flokkar Þróttar upp á pylsur og drykki.

Takk fyrir komuna :o)