Stjórn knattspyrnudeildar Þróttar óskar eftir 1-2 íbúðum

Stjórn knattspyrnudeildar Þróttar óskar eftir 1-2 íbúðum eða herbergjum með húsgögnum á leigu fyrir 4-5 leikmenn. Það væri mikill kostur ef íbúðirnar/herbergiin væru staðsettar sem næst Laugardalnum en þó kemur allt til greina. Frekari upplýsingar veitir Ótthar í síma 691-1971 eða á otthar@trottur.is.

Knattspyrnuskóli í páskafríinu fyrir 5.-7. flokk (örfá sæti eftir laus).

KN2015

 

 

 

 

ATH örfá sæti eftir laus.

KN-Knattspyrnuskólinn verður sem fyrr starfræktur í páskafríinu í samvinnu við barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar. Um er að ræða þriggja daga námskeið þar sem áhersla verður lögð á að bæta alhliða boltatækni iðkenda í gegnum æfingar og leiki. Mikil áhersla verður lögð á jákvæða upplifun iðkenda á leiknum (knattspyrnunni).

Námskeiðið verður opið fyrir alla iðkendur í 5.-7.flokki karla og kvenna. Iðkendum verður síðan skipt upp eftir aldri. Yfirþjálfarar skólans eru þeir Jakob Leó Bjarnason og Jón Hafsteinn Jóhannsson og með þeim verða aðstoðarþjálfarar. Báðir hafa þeir mikla reynslu í þjálfun og eru með UEFA B þjálfaragráðu og hafa einnig lokið þjálfarastigi V hjá KSÍ ásamt því að hafa setið fjöldamörg námskeið um þjálfun barna og unglinga.

Knattspyrnuskólinn er á sínu fimmta ári og fyrri ár hefur þurft að loka fyrir skráningar sökum fjölda. Áhugasamir eru því hvattir til að skrá sig fljótt.

Skráning HÉR.

Lesa áfram Knattspyrnuskóli í páskafríinu fyrir 5.-7. flokk (örfá sæti eftir laus).