FRÉTTIR


 • Úrslitin úr 8.umferð í hraðskákinni.

  Áttunda umferðin var tefld s.l. þriðjudag og var nokkuð um forföll.

  Sex tefldu og urðu úrslitin á þennan veg: Kjartan varð efstur með 4,5 vinninga, annar varð Gunnar með 3,5 vinninga og þriðji Óli Viðar með 3 vinninga. Staðan eftir 8umferðir er sú að Júlíus er enn efstur með 41,5 stig, Óli Viðar annar með 34,5 stig og Kjartan þriðji með 26,5 stig Næst verður teflt 28.febrúar.

  Birkir Þór Guðmundsson í Þrótt

  Birkir sem verður tvítugur á árinu á að baki 44 leiki í deild og bikar fyrir Aftureldingu, og hann hefur leikið 3 U16, 3 U17 og 1 U19 leiki fyrir Íslands hönd,

  það verður gaman að fylgjast með þessum öfluga miðjumanni í okkar fallega búning.

  Gregg Ryder, þjálfari meistaraflokks karla, segir frábært að hafa fengið þennan efnilega leikmann til liðsins, hann hefur þrátt fyrir ungan aldur fína reynslu, bæði hjá Aftureldingu og í landsleikjum fyrir Íslands hönd,ég er sannfærður um að hjá okkur geti hann tekið næsta skref og við hjálpað honum að verða sá gæðaleikmaður sem hann hefur klárlega hæfileika í að verða, hann hefur frábært viðhorf og það hjálpar, framtíðin er björt í hjartanu í  Reykjavík“

  Lifi þróttur

  Brynja Björg Kristjánsdóttir skrifar undir samning.

  Það er mikið ánægjuefni að hin efnilega Brynja Björg Kristjánsdóttir hefur skrifað undir sinn fyrsta leikmannasamning við félagið, Brynja Björg sem fædd er árið 2000, er á yngsta ári 2 flokks, en hefur í vetur verið að æfa með meistaraflokk og fengið eldskýrn sína í leikjum.

  Nik Chamberlain, þjálfari meistaraflokks kvenna, segist mjög ánægður með þessi tíðindi. „Ég hreifst mjög af Brynju í leikjum 3 flokks síðasta  sumar, hún hefur haldið áfram að bæta sinn leik og átt mjög gott undirbúningstímabil hingað til, hún hefur mikinn leikskilning þrátt fyrir ungan aldur og er verður spennandi að vinna með henni áfram, framtíðin er björt í hjartanu í  Reykjavík“

  Lifi þróttur

   

  Álfhildur Rósa framlengir

  Það er alltaf mikið ánægjuefni fyrir Þróttara þegar efnilegir leikmenn undirrita samninga við félagið. Í gær framlengdi Álfhildur Rósa Kjartansdóttir samning sem gildir út næstu leiktíð. Álfhildur Rósa spilaði fjóra leiki í fyrra með meistaraflokki og skoraði eitt mark.

  Nik Chamberlain, þjálfari meistaraflokks kvenna, segist mjög ánægður með þessi tíðindi. „Álfhildur er afskaplega spennandi leikmaður, sem er stöðugt að bæta sig. Við lítum á hana sem lykilleikmann í framtíðarliði Þróttar og hún á vonandi eftir að vera sem lengst hjá okkur!“


STYRKTARAÐILAR


 • coca-cola_european_partners-square
 • hummel-125x125
 • holdur-125x125
 • Þróttur-lyklar

 • netsofnun_trottur_1_125x125
 • 125-vismot
 • 125-reycup-siminn

© Copyright 2016 Knattspyrnufélagið Þróttur

Knúið af Everything WordPress sniðmátinu