Rakel Logadóttir nýr þjálfari 2 flokks kvenna og aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna.

Nú rétt í þessi var skrifað undir samning þess efnis að Rakel verður aðalþjálfari 2 flokks kvenna og aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna til næstu tveggja ára. Rakel á að baki glæstan feril sem leikmaður, vann Íslandsmeistaratitilinn í fjórgang með Val, bikarmeistari tvisvar og lék 26 landsleiki fyrir Íslands hönd.

Rakel tekur nú við hóp efnilegra leikmanna Þróttar, myndar þar öflugt teymi með þjálfara 3 flokks kvenna henni Mist Rúnarsdóttur og Ásmundi Vilhelmssyni þjálfara meistaraflokks kvenna.

Við eigum mjög efnilega leikmenn í þessum flokkum og það er mikilvægt að hafa öflugt þjálfara teymi sem við teljum okkur vera komin með, það er trú okkar að þetta teymi muni lyfta starfi kvenna knattspyrnunnar í Þrótti upp á næsta þrep.

Bjóðum við hana hjartanlega velkomna til starfa.

 

Lifi……

Skiptar skoðanir um aðstöðu knattspyrnudeildar Þróttar

Á haustdögum 2015 tók stjórn knattspyrnudeildar Þróttar ákvörðun um að send yrði út viðhorfskönnun til foreldra/forráðamanna iðkenda félagsins árlega.  Markmið með viðhorfskönnuninni er að skoða ánægju foreldra með þjálfun, þjálfara, foreldrastarf, félagslega þætti og þjónustu í heild sinni hjá Þrótti.

Lesa áfram Skiptar skoðanir um aðstöðu knattspyrnudeildar Þróttar