FRÉTTIR


 • Finnur Ólafsson

  Finnur Ólafsson skrifar undir til tveggja ára hjá Þrótti

  Miðjumaðurinn Finnur Ólafsson hefur undirritað nýjan tveggja ára samning við knattspyrnufélagið Þrótt. Hinn 32 ára gamli Finnur spilaði með Þrótti í úrvalsdeildinni á nýliðnu sumri.

  Finnur Ólafsson er 32 ára að aldri. Hann er uppalinn í HK og lék með þeim til 2009. Að því loknu var hann hjá ÍBV í tvö ár, Fylki í þrjú ár og svo Víkingi Reykjavík í eitt ár. Finnur státar af spilamennsku í áratug í efstu deild. Hann á enn fremur að baki nokkra leiki með yngri landsliðum Íslands.

  Ótthar Sólberg Edvardsson, framkvæmdastjóri Þróttar, segist hæstánægður með endurnýjun Finns á samningi hans við félagið. „Finnur er einn af þessum reynsluboltum og á eftir að reynast okkur dýrmætt akkeri í orrustunni í Inkasso. Gregg Ryder þjálfari vann fyrst með kappanum hjá ÍBV í Vestmannaeyjum og síðan undanfarið ár hérna í Laugardalnum. Þeir gjörþekkjast því. Finnur er agaður rólyndismaður á miðjunni og hefur reynst yngri leikmönnum flott fyrirmynd með sinn hafsjó af þekkingu á leiknum.“

  hreinn ingi

  Hreinn Ingi semur til tveggja ára

  Varnarmaðurinn Hreinn Ingi Örnólfsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnufélagið Þrótt. Hinn 24 ára gamli Hreinn Ingi á að baki 66 leiki fyrir Þrótt og hefur skorað í þeim 2 mörk.

  „Hreinn Ingi spilaði 14 leiki í Pepsi-deildinni á nýliðnu tímabili og er augljóslega mikilvægur hlekkur í hópnum okkar. Hann hefur farið mjög vaxandi sem miðvörður undanfarin ár og ég vænti þess að hann haldi áfram að þroskast og bæta sig næsta sumar. Við hugum nú að grunnviðum félagsins og byggjum upp til framtíðar,“ segir Gregg Oliver Ryder, þjálfari Þróttar.

  „Hreinn Ingi hefur verið hjá okkur frá 14 ára aldri og er því löngu orðinn heimamaður hérna í hjartanu í Reykjavík. Við brosum út að eyrum í Laugardalnum í hvert skipti sem við fáum tækifæri til að tryggja okkur þjónustu heimamanna til framtíðar. Þetta er afar ánægjulegt,“ segir Ótthar Sólberg Edvardsson, framkvæmdastjóri Þróttar.

  þróttur skák

  Fyrsta stigamót vetrarins, í hraðskák, var teflt á þriðjudag.

  Júlíus Óskarsson varð hlutskarpastur en hann vann allar skákir sínar sjö að tölu.

  Annar varð Óli Viðar Thorstensen með 4,5 vinninga og Bragi Guðjónsson þriðji með

  3,5 vinninga. Nokkuð var um forföll og vegna þeirra náðist aðeins að tefla tvær skákir af fjórum í fyrstu umferð „Skákmóts Þróttar“ en þar vann Júlíus Braga og Óli Viðar vann Sölva Óskarsson.

  Næst verður teflt í nóvember.

  073

  Helgi Þorvaldsson sjötugur í dag, 26.október

  Helga Þorvaldsson þarf vart að kynna fyrir öllum sem fylgst hafa með starfi Þróttar, Helgi hefur komið að bókstaflega öllum hlutum sem Þróttur hefur komið að, hann hefur spilað, þjálfað, stýrt, og verið reynst félaginu afskaplega vel.

  Félagið og allir í kringum það færa honum árnaðaróskir í tilefni dagsins og mikla þökk fyrir óeigingert starf í þágu félagsins

  Lesa meira


STYRKTARAÐILAR


 • vifilfell-125x125
 • hummel-125x125
 • holdur-125x125
 • Þróttur-lyklar

 • netsofnun_trottur_1_125x125
 • 125-vismot
 • bros-125x125
 • 125-reycup-siminn

© Copyright 2016 Knattspyrnufélagið Þróttur

Knúið af Everything WordPress sniðmátinu