Ragnar Pétursson og Viktor Jónsson í æfingahópi U-21 árs landsliðsins.

Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari U-21 árs landsliðs karla hefur valið æfingahóp fyrir æfingar sem fara fram komandi helgi. Við Þróttarar eigum tvo fulltrúa í hópnum en þeir Ragnar Pétursson og Viktor Jónsson voru valdir í hópinn.

Óskum við þeim til hamingju með valið og um leið góðs gengis á æfingunum.

8. flokkur – Breyting á æfingatímum

104

Til þess að bregðast við mikilli fjölgun iðkenda hjá okkur á nýju ári höfum við ákveðið að þrískipta æfingum 8.flokks. Það er gert með því markmiði að auka gæði æfinganna og sinna hverjum iðkanda betur.

Frá og með laugardeginum 31. janúar verða æfingar því á eftirfarandi tímum:

Drengir fæddir 2010 og 2011 æfa kl. 10:00-11:00

Drengir fæddir 2009 æfa kl.11:00-12:00

Stúlkur fæddar 2009, 2010 og 2011 æfa kl.12:00-13:00

Við minnum svo forráðamenn á að ganga frá skráningu á nýjum iðkendum í gegnum slóðina https://trottur.felog.is/

Hlökkum til að eiga með ykkur frábært fótboltaár!

Kv. Þjálfarar