Drætti í vorhappadrætti Þróttar hefur verið frestað

til fimmtudagsins 23. apríl vegna fjölda útistandandi miða sem á eftir að gera upp. Vinningsnúmerin verða birt hér á heimasíðunni í kjölfarið.

Fólki er bent á að skila peningum fyrir seldum miðum og óseldum miðum til starfsmanna Þróttar.

Hægt er að millifæra fyrir sölunni. Mikilvægt er að nafn iðkanda komi fram í skýringu, ef allir miðar voru ekki seldir þarf að koma númerum á óseldum miðum til Ótthars (otthar@trottur.is) eða Jakobs (jakob@trottur.is), því einungis er dregið úr seldum miðum.

Vinsamlegast sendið kvittun á otthar@trottur.is/jakob@trottur.is ef þið ákveðið að millifæra.

Reikningsnr. 0111-26-100295

Árgangamót Þróttar

Nú styttist í hið árlega árgangamót!

Það verður haldið miðvikudaginn 13.maí. Við stefnum að því að byrja mótið klukkan 17.00. Menn þyrftu þá að vera mættir 16.30.

Mótið verður með svipuðu sniði og undanfarin ár en það er aldrei að vita nema bryddað verði upp á e-h nýjungum. Kostnaði verður stillt í hóf.

Fjölmennum á glæsilegt árgangamót. Þátttökugjald er 2.500 kr og gefur burger og buffalo-vængi, drykkjarföng á viðráðanlegu verði eftir mót + alveg frábær félagsskapur af dýrari gerðinni. Skráið ykkur til leiks á Facebook.

https://www.facebook.com/events/785427768220634/