Guðrún Jóna lætur af störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna

Stjórn knattspyrnudeildar og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir hafa komist að samkomulagi um að Guðrún Jóna láti af störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna þegar í stað. Þróttur þakkar Guðrúnu Jónu fyrir samstarfið og óskar henni velfarnaðar í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.

Bóel Kristjánsdóttir hefur einnig látið af störfum sem aðstoðarþjálfari liðsins og er henni sömuleiðis þakkað fyrir samstarfið og óskað velfarnaðar.

 

Hörður og Ólafur Guðni skrifa undir

Nú á dögunum skrifuðu þeir Hörður Sævar Óskarsson og Ólafur Guðni Eiríksson undir nýja tveggja ára samninga við handknattleiksdeild Þróttar.
Báðir leikmenn eru fæddir 1995, uppaldir Þróttarar og miklar félagsmenn.
Ólafur er stór og sterkur línumaður og einnig flottur varnarmaður sem lék stórt hlutverk í liðinu síðasta vetur.
Hörður er örvhentur hornamaður sem getur brugðið sér í skyttustöðuna en hann kom sterkur inn eftir ármótin síðasta vetur.

Handknattleiksdeildin er gríðarlega ánægð með að halda þeim Herði og Ólafi innan sinna raða og vænta mikils af þeim á komandi árum!IMG_1160