Blog

Morgunæfingar stúlkna í 3. og 4. flokki

Morgunæfingar stúlkna í 3. og 4. flokki hefjast miðvikudaginn 29. mars kl. 6:30 og eru iðkendur vinsamlegast beðnir um að vera mættir tímanlega, húsið verður opnað 6:15.
Umsjónarþjálfarar æfinganna verða Haraldur Hróðmarsson og Tommy Nielsen.

Gjöld vegna æfinganna eru kr. 3.000 og þurfa skráðir iðkendur að greiða á fyrstu æfingu, annað hvort með reiðufé eða með korti.

Gert er ráð fyrir að æfing standi yfir frá kl. 6:30-7:30 og að lokinni æfingu fái stúlkurnar léttan morgunmat hér í Þrótti sem innifalinn er í gjaldinu.

Mjög mikilvægt er að skrá iðkendur til þátttöku tímanlega og eigi síðar en mánudaginn 27.mars.

Ef frekari upplýsinga er óskað þá vinsamlegast verið í sambandi við thorir@trottur.is

Ánægja með Willum

Willum Þór Þórsson var gestur okkar á „Lambalærinu“ s.l. föstudag.
Hann fékk móttökur að hætti Sigga Hallvarðs, en Willum reyndist
honum frábærlega í veikindum hans og eftir nokkur föst skot á
gestinn afhenti Gunni Bald honum tvær afmælisgjafir frá HM-hópnum,
taflsett og stuðningsmannajakka Þróttar, en hann átti einmitt afmæli
þennan dag. Síðan tók Willum við og hélt athygli manna til loka með
bæði skemmtilegum sögum úr boltanum og eins alvarlegu ívafi.
HM-hópurinn.

Sóley og Stefanía með U17 ára landsliði kvenna til Portúgal

Jörundur Áki Sveinsson hefur valið landsliðshópinn sem tekur þátt í milliriðli Evrópumóts U17 kvenna í Portúgal síðar í þessum mánuði, í hópinn valdi hann 2 efnilega leikmenn okkar Þróttara, en það eru þær Sóley María Steinarsdóttir og Stefanía Ragnarsdóttir.

Gangi ykkur allt í haginn stelpur
Lifi Þróttur og Lifi Ísland

Tveir nýir leikmenn í meistaraflokk kvenna

Sierra Marie Lelii og Michaela Mansfield skrifuðu í morgun undir samning við Þrótt og munu leika með liðinu á komandi tímabili.  Báðar koma þær frá Bandaríkjunum, Sierra leikur sem framherji og Michaela leikur sem miðjumaður eða sem framherji.

Sierra hefur leikið í Bandaríkjunum en einnig með sænska liðinu Skovde þar sem hún lék á síðasta tímabili.

Michaela hefur leikið með Colorado Springs í Bandaríkjunum þar sem hún skoraði 20 mörk í 54 leikjum á þriggja ára tímabili með liðinu.  Leikmennirnir munu klárlega koma til með að styrkja hóp okkar Þróttara í sumar í baráttunni í 1.deild og bjóðum við þær velkomnar i félagið,

Lifi Þróttur!

© Copyright 2016 Knattspyrnufélagið Þróttur

Knúið af Everything WordPress sniðmátinu