Blak

„Heitavatnslaust í Laugardalshöll og félagsheimili Þróttar á morgun, þriðjudag

Vegna framkvæmda við Engjaveg fyrir framan Laugardalshöllina og félagsheimili Þróttar, þarf að taka tímabundið af heita vatnið. Ekkert heitt vatn verður aðgengilegt í Höllinni né í félagsheimili Þróttar á morgun, þriðjudag, milli kl. 8:30-17:00.

Iðkendur á æfingum hjá Þrótti í Laugardalshöll og á gervigrasvelli Þróttar á morgun geta því ekki notað sturtur í búningsklefum til kl. 17:00 og eru foreldrar/forráðamenn beðnir um að taka tillit til þess.“

 

Nýr þjálfari meistaraflokks kvenna í blaki.

Róbert Karl Hlöðversson hefur skrifað undir samning þess efnis að þjálfa meistaraflokk kvenna í blaki út tímabilið. Liðið hefur verið þjálfaralaust frá desember byrjun þegar Ólafur Jóhann Júlíusson sagði upp störfum eftir að hafa þjálfað liðið í tvö og hálft ár. Róbert Karl spilaði um árabil með Stjörnunni og vann með þeim marga titla. Einnig er hann fjórði leikjahæsti landsliðsmaðurinn í blaki frá upphafi með 79 leiki . Nóg er að gera hjá Róberti þessa dagana því hann spilar og þjálfar einnig sameiginlegt lið Þróttar/Fylki.

Við bjóðum hann hjartanlega velkominn til starfa.

Lifi Þróttur.

Það er við hæfi um áramót að líta yfir liðið ár.

Skemmtilegu ári hjá okkur í Þrótti var að ljúka. Við unnum víða sigra í einstökum flokkum og greinum og eignuðumst landsliðsmenn í yngri flokkum í öllum greinum. Við eigum stóran hóp efnilegra krakka í öllum greinum og á árinu voru fleiri í landsliðum eða landsliðsúrtökum en árinu áður, við erum því á réttri leið. Því miður var fækkun í handboltanum, en það kemur fyrst og fremst til vegna aðstöðumála í Laugardalshöll. Sem dæmi féllu niður hátt í 40% allra æfinga handknattleiksdeildar í september mánuði og sama og engir æfingatímar fengust í staðinn. Það er því mjög erfitt að halda úti starfinu og auðvelt að skilja krakka sem velja að fara annað. Blakið er á svipuðu róli og í fyrra en mikil fjölgun er í fótboltanum. Í haust var um 20% aukning og yngstu hóparnir nokkrir komnir yfir 100 iðkendur. Þannig má segja að aðstaðan okkar sé nánast sprungin því eitt gervigras dugar engan veginn fyrir allan þann fjölda sem æfir knattspyrnu yfir vetrartímann. Mjög jákvætt að iðkendum sé að fjölga og því er grasið mjög vel nýtt, nú eru líka æfingar um helgar.

Lesa meira

© Copyright 2016 Knattspyrnufélagið Þróttur

Knúið af Everything WordPress sniðmátinu