Konur

Nýr þjálfari meistaraflokks kvenna í blaki.

Róbert Karl Hlöðversson hefur skrifað undir samning þess efnis að þjálfa meistaraflokk kvenna í blaki út tímabilið. Liðið hefur verið þjálfaralaust frá desember byrjun þegar Ólafur Jóhann Júlíusson sagði upp störfum eftir að hafa þjálfað liðið í tvö og hálft ár. Róbert Karl spilaði um árabil með Stjörnunni og vann með þeim marga titla. Einnig er hann fjórði leikjahæsti landsliðsmaðurinn í blaki frá upphafi með 79 leiki . Nóg er að gera hjá Róberti þessa dagana því hann spilar og þjálfar einnig sameiginlegt lið Þróttar/Fylki.

Við bjóðum hann hjartanlega velkominn til starfa.

Lifi Þróttur.

Tinna Sif Arnarsdóttir Íþróttamaður Þróttar 2016

Við hátíðlega athöfn nú í hádeginu var Tinna Sif Arnardóttir blakkona útnefnd Íþróttamaður Þróttar árið 2016, og er hún afskaplega vel að þessum að þessari útnefningu komin, Tinna Sif er fædd árið 2000 og er uppalin hjá félaginu. Tinna leikur sem aðaluppspilari í meistaraflokki félagsins auk þess að æfa og keppa með 3. flokki bæði í íslandmótinu og í 4. deild Íslandsmótsins. Tinna Sif er mjög metnaðarfull, góður liðsmaður og félagi. Hún er burðarstólpi í blakdeild Þróttar. Hún hefur á árinu leikið með U18 landsliði Íslands í blaki, m.a. í undankeppni EM í Svíþjóð þar sem hún var lykilmaður, óskum við Tinnu innilega til hamingju með þetta og vonum að þessi efnilega stúlka haldi áfram á sömu braut.

hér má sjá þá sem tilnefndir voru en það voru þau Diljá Ólafsdóttir knattspyrnukona og Hrannar Már Jóhannsson handknattleiksleikmaður,

Lifi Þróttur.

Landslið U16 stúlkna í blaki valið

Landsliðsþjálfarar U16 ára landsliðs Íslands hafa valið lokahóp sínn fyrir undanriðil Evrópukeppninnar í U16 stúlkna. Leikið er í fyrsta sinn í þessum aldursflokki í Evrópu.

Undanriðill Evrópukeppninnar fer fram í Kaupmannahöfn í Danmörku dagana 19.-21. desember. Mótið er svæðismót (NEVZA) og eru þátttökuþjóðirnar auk Íslands, Finnland og Danmörk. Bæði lið drengja og stúlkna taka þátt í mótinu en leikin verður tvöföld umferð þannig að hvort lið spilar 4 leiki þessa daga í Danmörku.

Daniele Mario Capriotti og Erla Bjarný Jónsdóttir eru þjálfarar stúlknaliðsins og hafa þau valið tvær efnilegar Þróttara í hópinn en það eru þær Hekla Hrafnsdóttir og Katla Hrafnsdóttir, gangi ykkur vel stúlkur úti.

Lifi Þróttur og Lifi Ísland.

 

Breytingar hjá meistaraflokki kvenna í blaki

Ólafur Jóhann Júlíusson þjálfari meistaraflokks kvenna í blaki undanfarin 2 og hálft ár hefur sagt upp störfum. Hann taldi sig ekki geta gert meira fyrir liðið að svo stöddu. Þróttarar þakka Ólafi fyrir samstarfið undanfarin ár og óska honum velfarnaðar í komandi verkefnum.

Blakdeildin er í óðaönn að finna nýjan þjálfara, en liðið mun spila síðasta leik fyrir jól þjálfaralausar annað kvöld klukkan 20:15 í Laugardalshöll. Þá mæta stelpurnar liði Aftureldingar sem er í 3. sæti Mizuno deildarinnar, en Þróttarar eru í því sjötta.

© Copyright 2016 Knattspyrnufélagið Þróttur

Knúið af Everything WordPress sniðmátinu