Knattspyrna

Sóley María og Stefanía í sigurliði Íslands

Íslenska U17 ára landslið stúlkna lék í dag gegn Svíum í milliriðli Evrópumótsins í knattspyrnu en leikurinn lauk með sigri Íslands, 1-0 og það var einmitt Þróttarinn Stefanía Ragnarsdóttir sem skoraði eina mark leiksins á 8.mínútu. Báðir þeir leikmenn Þróttar sem valdir voru í U17 ára landsliði voru í byrjunarliði Íslands en þetta var fyrsti leikur liðsins á mótinu. Íslenska liðið leikur auk Svíþjóðar í riðli með Portúgal og Spáni og fer sigurliðið í riðlinum í úrslitakeppni Evrópumótsins í sumar. Við óskum stelpunum til hamingju með sigurinn og óskum þeim alls hins besta í leikjunum sem framundan eru. Lifi Þróttur!

Þrír knattspyrnuþjálfarar Þróttar í heimsókn hjá Köge

Í samkomulagi er gert var á síðasta ári um samstarf á milli Þróttar og HB Köge í Danmörku er gert ráð að þjálfurum félaganna gefist kostur á að heimsækja samstarfsfélagið, taki þátt í æfingum hjá þeim og kynnist þeirri starfsemi sem þar fer fram. Þrír þjálfarar á vegum Þróttar heimsóttu HB Köge nú í vikunni sem leið, Sigurgeir Sveinn, Haraldur Hróðmarsson og Ingvi Sveinsson en þeir dvöldu frá félaginu í 5 daga í góðu yfirlæti en Per Rud skipulagði heimsókn þeirra með fjölbreyttri dagskrá æfinga og fundahalda með þjálfurum danska félagsins.
Fleiri þjálfarar frá Þrótti munu heimsækja HB Köge á næstunni en reiknað er með að farið verði í tvær slíkar ferðir til viðbótar á árinu og það verði því um 10 þjálfarar á vegum félagsins sem fari í slíka ferð á þessu ári. Þjálfurunum er svo skylt að skila inn skýrslu frá heimsókninni og kynna fyrir öðrum þjálfurum félagsins.

Morgunæfingar stúlkna í 3. og 4. flokki

Morgunæfingar stúlkna í 3. og 4. flokki hefjast miðvikudaginn 29. mars kl. 6:30 og eru iðkendur vinsamlegast beðnir um að vera mættir tímanlega, húsið verður opnað 6:15.
Umsjónarþjálfarar æfinganna verða Haraldur Hróðmarsson og Tommy Nielsen.

Gjöld vegna æfinganna eru kr. 3.000 og þurfa skráðir iðkendur að greiða á fyrstu æfingu, annað hvort með reiðufé eða með korti.

Gert er ráð fyrir að æfing standi yfir frá kl. 6:30-7:30 og að lokinni æfingu fái stúlkurnar léttan morgunmat hér í Þrótti sem innifalinn er í gjaldinu.

Mjög mikilvægt er að skrá iðkendur til þátttöku tímanlega og eigi síðar en mánudaginn 27.mars.

Ef frekari upplýsinga er óskað þá vinsamlegast verið í sambandi við thorir@trottur.is

Sóley og Stefanía með U17 ára landsliði kvenna til Portúgal

Jörundur Áki Sveinsson hefur valið landsliðshópinn sem tekur þátt í milliriðli Evrópumóts U17 kvenna í Portúgal síðar í þessum mánuði, í hópinn valdi hann 2 efnilega leikmenn okkar Þróttara, en það eru þær Sóley María Steinarsdóttir og Stefanía Ragnarsdóttir.

Gangi ykkur allt í haginn stelpur
Lifi Þróttur og Lifi Ísland

Tveir nýir leikmenn í meistaraflokk kvenna

Sierra Marie Lelii og Michaela Mansfield skrifuðu í morgun undir samning við Þrótt og munu leika með liðinu á komandi tímabili.  Báðar koma þær frá Bandaríkjunum, Sierra leikur sem framherji og Michaela leikur sem miðjumaður eða sem framherji.

Sierra hefur leikið í Bandaríkjunum en einnig með sænska liðinu Skovde þar sem hún lék á síðasta tímabili.

Michaela hefur leikið með Colorado Springs í Bandaríkjunum þar sem hún skoraði 20 mörk í 54 leikjum á þriggja ára tímabili með liðinu.  Leikmennirnir munu klárlega koma til með að styrkja hóp okkar Þróttara í sumar í baráttunni í 1.deild og bjóðum við þær velkomnar i félagið,

Lifi Þróttur!

© Copyright 2016 Knattspyrnufélagið Þróttur

Knúið af Everything WordPress sniðmátinu