3. flokkur karla

Vel sótt morgunæfing

Ákveðið hefur verið að bjóða upp á morgunæfingar fyrir drengi í 3. og 4.flokki tvisvar í viku til prufu og var fyrsta æfingin haldin í morgun og hófst kl. 06:30.

Mætingin var vægast sagt mjög góð, um 35 strákar mættu, tóku æfingu til kl. 7.30 þar sem 5 þjálfarar stjórnuðu æfingunum og fengu síðan morgunmat í Þróttarheimilinu.   Fyrsta námskeiðið verður í tvær vikur, þ.e. 4 æfingar, og ef vel tekst til verður bætt við æfingum hjá stúlkunum í sömu aldursflokkum.   Stefnt er því að bjóða upp á morgunæfingar fyrir þessa aldursflokka beggja kynja framvegis en óhætt er að fullyrða að fyrsta æfingin tókst vel og útlit því fyrir að framhald verði á til lengri tíma.

Eiður Orri í æfingahóp U16 ára landsliðs Íslands.

Dean Martin landsliðsþjálfari U-16 ára landsliðs karla hefur valið æfingahóp fyrir æfingar sem fara fram um aðra helgi. Við Þróttarar eigum einn leikmann í hópnum en það er okkar efnilegi markmaður Eiður Orri Elmarsson. Óskum við Eið til hamingju með valið og um leið góðs gengis á æfingunum.

Lifi Ísland og Lifi Þróttur.

Dómaranámskeið knattspyrna

Þróttur leitar nú til áhugasamra foreldra um að kynna sér betur dómgæslu þannig að mögulegt sé að leita til þeirra til að dæma örfáa leiki sumarið 2017, því fleiri sem tilbúnir eru því færri leikir á hvern aðila.

Dómaranámskeið verður haldið í félagsheimili Þróttar þriðjudagskvöldið 13. desember (næsta þriðjudag) kl. 19:30 og lýkur því um kl. 21:30.

Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig hjá undirrituðum fyrir hádegi á þriðjudag.  Engin skuldbinding felst í þátttöku á námskeiðinu og hver og einn getur metið hvort áhugi er fyrir hendi um að dæma nokkra leiki hjá yngri flokkunum á næsta ári.

Ég hvet foreldra og forráðamenn til þess að sýna þessu áhuga og taka þátt í að bæta enn starf félagsins, því eins og áður sagði eru málefni dómgæslunnar mikilvægur hluti af uppeldi og þjálfun í knattspyrnu.

Námskeiðið er ókeypis.

Með fyrirfram þökk fyrir jákvæð viðbrögð,

© Copyright 2016 Knattspyrnufélagið Þróttur

Knúið af Everything WordPress sniðmátinu