4. flokkur karla

Vel sótt morgunæfing

Ákveðið hefur verið að bjóða upp á morgunæfingar fyrir drengi í 3. og 4.flokki tvisvar í viku til prufu og var fyrsta æfingin haldin í morgun og hófst kl. 06:30.

Mætingin var vægast sagt mjög góð, um 35 strákar mættu, tóku æfingu til kl. 7.30 þar sem 5 þjálfarar stjórnuðu æfingunum og fengu síðan morgunmat í Þróttarheimilinu.   Fyrsta námskeiðið verður í tvær vikur, þ.e. 4 æfingar, og ef vel tekst til verður bætt við æfingum hjá stúlkunum í sömu aldursflokkum.   Stefnt er því að bjóða upp á morgunæfingar fyrir þessa aldursflokka beggja kynja framvegis en óhætt er að fullyrða að fyrsta æfingin tókst vel og útlit því fyrir að framhald verði á til lengri tíma.

Þrír Þróttarar á æfingum Reykjavíkurúrvals

Þeir Adrian Valencia, Egill Helgason og Fjalar Hrafn Þórisson hafa undanfarið æft með Reykjavíkurúrvalinu í knattspyrnu.

Hópurinn býr sig undir Norðurlandamót höfuðborga grunnskóla 2017 sem fer fram í Osló dagana 28 maí – 2. júní næstkomandi. Mótið hefur verið haldið árlega frá árinu 1948 en Reykjavík tók fyrst þátt árið 2005.

Keppnin er ætluð drengjum sem eru fæddir 2003, eldra ár 4. flokks.

Dómaranámskeið knattspyrna

Þróttur leitar nú til áhugasamra foreldra um að kynna sér betur dómgæslu þannig að mögulegt sé að leita til þeirra til að dæma örfáa leiki sumarið 2017, því fleiri sem tilbúnir eru því færri leikir á hvern aðila.

Dómaranámskeið verður haldið í félagsheimili Þróttar þriðjudagskvöldið 13. desember (næsta þriðjudag) kl. 19:30 og lýkur því um kl. 21:30.

Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig hjá undirrituðum fyrir hádegi á þriðjudag.  Engin skuldbinding felst í þátttöku á námskeiðinu og hver og einn getur metið hvort áhugi er fyrir hendi um að dæma nokkra leiki hjá yngri flokkunum á næsta ári.

Ég hvet foreldra og forráðamenn til þess að sýna þessu áhuga og taka þátt í að bæta enn starf félagsins, því eins og áður sagði eru málefni dómgæslunnar mikilvægur hluti af uppeldi og þjálfun í knattspyrnu.

Námskeiðið er ókeypis.

Með fyrirfram þökk fyrir jákvæð viðbrögð,

Meiðsla- og ástandsskimun yngri flokka 2016/2017 – Knattspyrnudeild Þróttar

Knattspyrnudeild Þróttar í samráði við Valgeir Einarsson sjúkraþjálfara mun standa fyrir meiðsla – og ástandsskimun leikmanna yngri flokkar Þróttar (2, 3 og 4 flokkur) í Þróttarheimilinu dagana 13.-16. desember n.k.

Lesa meira

Leikir gegn ÍR

Sæl, liðin eru hér fyrir neðan.

A-lið mætir 12:20 og spilar 13:00

B-lið mætir 13:40 og spilar 14:20

C-lið mætir 15:00 og spilar 15:40

Mikilvægt er að mæta stundvíslega.

Foreldrar eru vinsamlega beðnir um að standa ekki hjá varamannabekkjum. Best væri ef foreldrar væru í stúkunni eða á pallinum fyrir utan Þrótt.

A-lið B-lið C-lið
Adrían Baarregaard Valencia Ævar Nunez Kvaran Aðalsteinn Huy Tien Tran
Albert Elí Vigfússon Arnaldur Ásgeir Einarsson Arnar Logi Gíslason
Brynjar Gautur Harðarson Benjamín Svavarsson Arnór Ingi Birgisson
Egill Helgason Breki Steinn Þorláksson Davíð Dimitry Indriðason
Eiður Máni Diego Elmarsson Daníel Karl Þrastarson Freyr Ástmundsson
Emil Skúli Einarsson Eggert Orri Eggertsson Friðrik Finnbogason
Eyjólfur Erik Ólafsson Emil Davíðsson Fróði Rosatti
Fjalar Hrafn Þórisson Guðmundur Ísak Bóasson Hilmar Örn Pétursson
Gunnar Eysteinn Gunnarsson Hinrik Harðarson Ísak Magni Lárusson
Gunnar Tumi Erlendsson Kristinn Örn Gunnarsson Jens Ingi Andrésson
Kári Kristjánsson Margeir Þór Ragnarsson Ólíver Ari Þorvarðarson
Teitur Sólmundarson Óskar Máni Hermannsson Ragnar Gaukur Georgsson
Theodór Unnar Ragnarsson Svavar Dúi Þórðarson Skorri Jónsson
Úlfur Ögmundsson Vigfús Máni Ólafsson Viktor Berg Vignisson
Viktor Steinarsson

© Copyright 2016 Knattspyrnufélagið Þróttur

Knúið af Everything WordPress sniðmátinu