FRÉTTIR


 • Ólafur Guðmundsson er Stigameistari Þróttar 2013

  Ólafur tryggði sér titilinn með sigri í næstsíðasta móti vetrarins í gærkvöldi. Hlaut hann 7 vinninga í sjö skákum.  Annar varð Sigurður Þórðarson með 5 vinninga og hefur hann tryggt sér önnur verðlaunin í mótinu.  Þriðji varð Gunnar Randversson með 4,5 vinninga, fjórði varð Bragi Guðjónsson með 3,5 vinninga og jafnir með 3 vinninga í 5.-6. sæti urðu þeir Davíð Jónsson og Óli Viðar Thorstensen.

  Skákmót Þróttar 2013, úrslit í gærkvöldi

  Níunda og tíunda umferð voru tefldar í gærkvöldi og urðu úrslit sem hér segir. 9. umf: Sigurður vann Sölva, Ólafur vann Gísla, Davíð vann Helga og Þorlákur vann Óla Viðar.  10. umf: Óli Viðar vann Gunnar, Helgi vann Gísla, Davíð vann Braga og jafntefli varð hjá Sigurði og Ólafi. Skák Júlíusar og Jóns H. var frestað. Þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir er Ólafur í efsta sæti með 8,5 vinninga og á eftir tvær skákir og Júlíus með 6 vinninga og á eftir þrjár skákir.

  Frestaðar skákir tefldar í gærkvöldi

  Í gærkvöldi voru tefldar frestaðar skákir úr umferðum 3 –  8 og urðu úrslit sem hér segir:  Bragi vann Júlíus, Bragi vann Gísla, Þorlákur vann Sigurð, Júlíus vann Sigurð, Ólafur vann Jón H. og Ólafur vann Þorlák. Þá var tefld ein skák úr 9. umferð sem átti að teflast n.k. mánudag en var flýtt vegna ferðalags Júlíusar. Þar vann Júlíus Gunnar.  Nú eru aðeins tvær frestaðar skákir ótefldar og staðan í mótinu orðin mun skýrari.

  Fátt stöðvar Ólaf

  Þegar aðeins tvær umferðir eru eftir og 14 stig í boði er Ólafur Guðmundsson kominn með 10 stiga forystu, í „Stigamóti Þróttar“ í hraðskák,  á næsta mann Sigurð Þórðarson. Ólafur sigraði í gærkvöldi með 6,5 vinninga úr sjö skákum, Sigurður varð annar með 6 vinninga, Júlíus hlaut 4,5 vinninga og þeir Gunnar og Jón H hlutu 4 vinninga í 4 – 5 sæti. Tólf skákmenn tóku þátt.

  4. umferð í Stigamóti Þróttar

  Fjórða umferð í „Stigamóti Þróttar“ 2013 var tefld í kvöld. Tólf skákmenn mættu til leiks og var hart barist. Úrslit urðu þau að Ólafur Guðmundsson varð efstur með 6,5 vinninga í sjö skákum. Jafnir í 2.-4. sæti, með 4,5 vinninga, urðu þeir Júlíus Óskarsson, Óli Viðar Thorstensen og Sigurður Þórðarson og jafnir í 5.-7. sæti, með 4 vinninga, komu þeir Baldur Þórðarson, Davíð Jónsson og Jón H. Ólafsson


STYRKTARAÐILAR


 • coca-cola_european_partners-square
 • hummel-125x125
 • holdur-125x125
 • Þróttur-lyklar

 • netsofnun_trottur_1_125x125
 • 125-vismot
 • 125-reycup-siminn

© Copyright 2016 Knattspyrnufélagið Þróttur

Knúið af Everything WordPress sniðmátinu