FRÉTTIR


 • HM Knattspyrnuskóli stúlkna 2018

  HM Stúlknaknattspyrnuskóli Þróttar 2018
  Frá 18-29. júní milli kl:09:00-15:00

  Heilsdags eða hálfsdags tveggja vikna námsskeið fyrir stelpur sem eru fæddar á árunum 2006-2011 (þ.e. 7.fl, 6.fl og 5.fl).

  Skólinn hefst alla virka daga kl:09:00 og er þá aðaláherslan lögð á grunntækni í knattspyrnu. Eftir nestið eða frá kl:11:00 –12:00 verður lögð meiri áhersla á allskyns fjölbreytilega keppnir og leiki.

  Lesa meira

  Hjálp!!

  Framundan er annasamasta tímabilið í starfsemi knattspyrnunnar þar sem fjöldinn allur af leikjum fer fram á knattspyrnuvöllum Þróttar næstu mánuðina en alls voru um 250 leikir í yngri flokkum Þróttar leiknir á heimavelli síðasta sumar og er þá ekki meðtaldir leikir í VÍS móti eða á Rey Cup.

  Eins og gefur að skilja þarf fjöldann allan af dómurum og aðstoðardómurum á þessa leiki og er það á ábyrgð Þróttar að útvega þessa aðila á leiki sem leiknir eru á heimavelli.  Staðan nú er sú að örfáir dómarar hafa séð um að dæma leikina, leitað hefur verið til iðkenda í eldri flokkum og hafa þeir jafnframt sinnt einhverjum leikjum en oftar en ekki hittir þannig á yfir sumarið að þeir flokkar eru að leika á sama tíma og því nýtast þeir ekki sem skildi.

  Lesa meira

  Knattspyrnuskóli Þróttar 2018

  Heilsdags eða hálfsdags vikunámskeið fyrir börn fædd á árunum 2008-2011 (þ.e. 7.fl og 6.fl). Knattspyrnan er í aðalhlutverki frá 09:00-12:00 og er þá aðaláherslan lögð á grunntækni í knattspyrnu og knattspyrnuleiki.  Eftir hádegi, eða frá kl. 13:00 – 15:00 verður lögð meiri áhersla á fjölbreytni, farið í heimsóknir og aðrar íþróttir kynntar.  Námskeiðin enda með grill- og ísveislu.

  Lesa meira

  Næsta „Lambalæri“ verður fimmtudaginn 26.apríl kl.12.OO

  Vegna óviðráðanlegra orsaka verður „Lambalærið“ á fimmtudeginum
  26.apríl eða daginn áður en Pepsi-deildin hefst.
  Gestir okkar verða þeir Gunnlaugur Jónsson,þjálfari Þróttar, Tómas Þór Þórðarson Stöð2 og Gunnar, á völlum, Sigurðsson. Þeir munu rýna í Pepsi- og Inkassodeildirnar og er óhætt að lofa léttu ívafi með Gunnar í hópnum.
  Þeir Sigurður K. Sveinbjörnsson í sigurdurks@simnet.is og Helgi Þorvaldsson í síma 821-2610, munu skrá þátttakendur fram á þriðjudag.
  Verðið er óbreytt kr.2500,-, allir eru velkomnir og ekki er nauðsynlegt að vera Þróttari.

  HM-hópurinn.


STYRKTARAÐILAR

 • coca-cola_european_partners-square
 • hummel-125x125
 • holdur-125x125
 • Þróttur-lyklar


 • 125-vismot
 • 125-reycup-siminn