FRÉTTIR


 • Páll Olgeir og Þróttur undirrita samning

  Páll Olgeir Þorsteinsson hefur undirritað leikmannasamning við Þrótt sem gildir út tímabilið 2020.

  Páll Olgeir sem fæddur er árið 1995 kom til okkar Þróttara síðastliðið sumar en hann er uppalinn í Breiðablik og hefur leikið 11 leiki með liðinu í efstu deild auk þess að eiga leiki með Víkingi og Keflavík í Pepsi-deildinni.  Hann hefur jafnframt leikið 18 landsleiki með yngri landsliðunum og skorað í þeim 2 mörk.

  Páll Olgeir kom öflugur inn í lið Þróttar seinni part síðasta tímabils og við erum sannfærð um að framhald verði á í baráttunni sem framundan er.  Lifi…….!

   

  Bræður semja við Þrótt

  Bræðurnir Ágúst Leó og Lárus Björnssynir hafa gengið til liðs við Þrótt og skrifað undir samninga við félagið sem gilda út keppnistímabilið 2021.  Báðir eru þeir uppaldir Stjörnumenn en Ágúst Leó, sem fæddur er árið 1997,  gekk til liðs við ÍBV fyrir síðasta tímabil og kom við sögu í 8 leikjum með liðinu í Pepsi-deildinni en var svo lánaður til Keflavíkur um mitt sumar þar sem hann lék 3 leiki. Árið 2017 lék hann með Aftureldingu og skoraði 13 mörk fyrir félagið í 20 leikjum.

  Lárus er fæddur árið 2000 og lék með 2.flokki Stjörnunnar á síðasta tímabili en hann á jafnframt að baki 10 leiki með yngri landsliðunum.

  Við fögnum komu piltanna í Þrótt og bjóðum þá velkomna til leiks í Laugardalinn. Lifi…….!

   


STYRKTARAÐILAR

 • coca-cola_european_partners-square
 • hummel-125x125
 • holdur-125x125
 • Þróttur-lyklar


 • 125-vismot
 • 125-reycup-siminn