ágúst 2014

7 fl kk, Landsleikur 9 september

Kæru foreldrar nú fer að líða að lokum á þessu knattspyrnuári. Ætlum við því að gera okkur glaðan dag þann 9.september nk, með því að fara á landsleik
Íslands og Tyrklands. Hefst hann klukkan 18:45

Mæting klukkutíma fyrr niður í Þrótt og göngum við síðan saman á völlinn. Að leik loknum förum við síðan aftur til baka, þar sem hægt verður að taka á móti strákunum.

Þar sem það er afgangur í sjóðnum frá Norðurálsmótinu þá fá þeir sem fóru þangað frítt inn ásamt því að borgað verður fyrir þjálfarana og foreldraráð.

Þeir foreldrar og nýir iðkendur sem vilja koma með eru hjartanlega velkomnir. Þessi sæti voru tekinn frá hólf I, sætaraðir Y, X og W Þannig að það er hægt að kaupa miða í forsölu í grend við okkur 🙂

Það kostar 3000 kr fullt verð (forsala 2500kr) og 1500 kr fyrir börn (50% af fullu verði)

Vinsamlegast skráið ykkur hér að neðan með nafni iðkanda, verðum að fá staðfestingu á fjöldanum í allra síðasta lagi föstudaginn 5.september!

Kær kveðja

Foreldraráð og þjálfarar

Sun – Leikir við ÍA

Sælir strákar.

Verð stuttorður.

Flottir áðan. Undirbúa sig vel í dag strákar. Sjáumst í dúndurstuði á morgun:

– Sun – A lið v ÍA – Mæting kl.11:15 niður í Þrótt – Keppt frá kl.12:00 – 13:25 á gervigrasinu:

Róbert Örn – Marteinn – Gabríel Jaelon – Vilhjálmur Kaldal – Árni Freyr  – Júlíus Óskar – Hafþór Ernir – Abraham Amin – Breki – Aron Dagur – Guðmundur Stefán. Varamenn (mæting kl.11:45): Oliver (m) – Kári – Trausti Þór – Ragnar Steinn.

– Sun – B lið v ÍA – Mæting kl.12:45 niður í Þrótt – Keppt frá kl.13:30 – 15:00 á gervigrasinu:

Varamenn í B + Alfreð – Finnur – Þorbjörn Ari – Gústav Kári – Diogo – Smári Daníel – Þorgeir Bragi – Hróbjartur – Martin! – Snorri Mats! + 1-2 leikmenn í 4.fl!

Gerum þetta að góðum degi boys. Sjáumst á morgun.

Kv,

Þjálfarar

– – – – – –

KR lagði Þrótt í lokaumferð B riðils

Það voru flottar aðstæður á KR velli í kvöld þegar efstu lið B riðils mættust. KR hafði fyrir leikinn þegar tryggt sér efsta sætið í riðlinum.  Í fyrri hluta fyrri hálfleiks voru KR stúlkur meira með boltan en sköpuðu sér engin góð marktækifæri.  Hægt og bítandi komustu Þróttarar meira inn í leikinn og náðu að skapa sér færi og átti Margrét Björg meðal annars glæsilegt skota sem markvörður KR varði vel. Þróttur komst svo yfir í lokin á hálfleiknum,  þá náði Anna Birna að nýta sér mistök í vörn KR og skora af öryggi.  Í síðari hálfleik var Þróttur mun sterkari aðilinn og skapaði sér góð færi sem ekki nýttust.  Þegar um 15 voru eftir gáfu Þróttarar eftir og KR gekk á lagið og skoraði tvö mörk sem tryggði þeim sigur. Svekkjandi niðurstaða því liðið lék mjögvel stóran hluta af leiknum.  Allir leikmenn lögðu sig vel fram í þessum leik og börðust af krafti.

Nú er það æsispennandi umspil gegn Fjölni eða HK/Víking sem sker úr um það hvaða lið leika í Pepsideildinni 2015. Næsti leikur er á Valbjarnarvelli laugardaginn 06.september kl 14.00.  Liðið þarf á öllum stuðningi að halda og með toppleik hjá stelpunum er sannarlega ágætar líkur á góðum úrslitum.

Lifi Þróttur

8.fl – Áríðandi! Mótinu frestað vegna veðurs!

Sæl öll,

Það tók því varla að setja inn síðustu færslu. Við vorum að fá tilkynningu þess efnis að mótinu okkar verður frestað til laugardagsins 6. september vegna slæmrar veðurspár. Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt en það er heldur ekki gaman fyrir krílin að spila í vondu veðri svo við gerum gott úr þessu.

Við biðjum ykkur um að fylgjast með hér á síðunni næstu daga og vonandi geta öll börnin tekið þátt á nýjum leikdegi. Við gerum áfram ráð fyrir öllum skráðum þátttakendum og biðjum ykkur um að láta vita ef eitthvað breytist hjá ykkur.

Látið þetta endilega berast svo allir séu með á nótunum.

Kv. Þjálfarar