4.fl.kk – Vikan 29.sept – 5.okt

Sælir drengir,

Vikan verður svona:

Þri: Æfing kl.17:00-18:15 og þið tilbúnir 16:45 og byrja að hita upp.

Fim: Æfing kl.17:00-18:15 og þið tilbúnir 16:45 og byrja að hita upp.

Föst: Æfing kl.17:15-18:30 og þið tilbúnir 17:00 og byrja að hita upp.

Laug: Æfing verður fyrir hádegi ca.kl.10, auglýst síðar.

Einnig er stefnan að halda foreldrafund í næstu viku. Mun auglýsa það síðar í vikunni.

Kveðja,

Andri & Stefán

Æfingar hjá 7.fl kk, 6.fl kvk og 5.fl kvk falla niður í dag v. veðurs. -7.fl kvk æfir.

Æfingar hjá 7.fl kk, 6.fl kvk og 5.fl kvk falla niður í dag (mánudaginn 29/9) sökum veðurs.

Búið er að láta frístundaheimilin vita og þau senda enga drengi í 7.fl né stúlkur í 6.fl með rútunni í dag. Það þarf því að sækja þau á frístundaheimilið í dag.

ATH ATH ATH

Æfing hjá 7.fl kvk fellur ekki niður í dag þar sem flokkurinn æfir innandyra (í Laugardalshöll) á mánudögum og mun rútan ganga á þá æfingu líkt og áður.

Vinsamlegst látið orðið berast.

Fótboltamaraþon stúlkna í Þrótti haldið um helgina

Kæru Þróttarar,

Í morgun hófst fótboltamaraþon stúlkna í Þrótti (fæddar 1999-2001). Stúlkurnar eru að safna sér fyrir utanlandsferð (æfinga/keppnisferð) sem farin verður næsta sumar. Þær ætla að spila fótbolta í 24 klukkustundir, frá kl 10.00 í dag (laugardag) til kl 10.00 á morgun (sunnudag). Síðustu daga hafa þær gengið í hús í hverfinu og safnað áheitum.

Stelpurnar vilja þakka fyrir stuðninginn.

Þeir sem vilja heita á stelpurnar geta lagt inn á:

Reikning: 0117-05-068681
Kt: 080169-4509