Fjölmargir leikir á Þróttarvelli um næstu helgi, 3.og 4.desember.

Laugardagur:

3 flokkur karla   A lið       kl. 14:00                               Þróttur – ÍR

3 flokkur karla   B lið        kl. 15:30                               Þróttur – ÍR

2 flokkur karla   B lið        kl. 18:00                               Þróttur – Fylkir

Sunnudagur:

4 flokkur karla   A lið       kl. 13:00                               Þróttur – ÍR

4 flokkur karla   B lið        kl. 14:20                               Þróttur – ÍR

4 flokkur karla   C lið        kl. 15:40                               Þróttur – Fram

2 flokkur kvenna              kl. 18:00                               Þróttur – Keflavík

hverjum forráðamenn og aðra áhugasama til að kíkja í Dalinn og sjá þessa flottu leiki.

Lifi Þróttur

Vilhjálmur Kaldal endurnýjar hjá Þrótti

Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnufélagið Þrótt. Hann er nýorðinn 18 ára gamall og var hluti af U17-landsliði Íslands í fyrra. Vilhjálmur getur leyst flestar stöður á vellinum, en hefur þó oftast leikið jöfnum höndum sem miðjumaður og framherji.

GREGG: GRÍÐARLEGA EFNILEGUR LEIKMAÐUR
„Vilhjálmur er gríðarlega efnilegur knattspyrnumaður í öllu tilliti og við erum himinlifandi með þróun hans undanfarin misseri. Hann var frábær sem lánsmaður hjá Tindastóli síðastliðið sumar. Norðanmenn þjálfuðu hann vel og veittu honum dýrmæta reynslu. Ég vonast til þess að Vilhjálmur haldi áfram á sömu braut núna í vetur og leggi hart að sér til að ná sameiginlegum markmiðum okkar. Hann veit allt um það hversu mikil vinna felst í því að spila á efsta stigi. Það væri mikilvægt að fá framlag frá honum næsta sumar,“ segir Gregg Oliver Ryder, þjálfari Þróttar.

ÓTTHAR: UPPALINN ÞRÓTTARI Í TOPPKLASSA
„Þessi samningur er flott dæmi um það öfluga uppbyggingarstarf, sem nú stendur yfir í Laugardalnum. Vilhjálmur fór norður í sumar og spilaði þar með Tindastól í 3. deildinni við góðan orðstír. Þar þótti hann meðal bestu manna, þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára. Þetta er ljúflingur eins og allir bestu Þróttararnir og hann hefur djúpar rætur hérna í hverfinu, hjartanu í Reykjavík. Þetta er uppalinn Þróttari í toppklassa og við erum mjög stolt af stráknum,“ segir Ótthar Sólberg Edvardsson, framkvæmdastjóri Þróttar.

NÁNAR: 19 MÓTSLEIKIR MEÐ TINDASTÓLI, TUGIR ÆFINGALEIKJA MEÐ ÞRÓTTI
Vilhjálmur á ennþá eftir að leika mótsleiki með meistaraflokki Þróttar, þrátt fyrir að hafa spilað tugi æfingaleikja með meistaraflokki undanfarin ár. Hann var lánsmaður hjá Tindastóli síðastliðið sumar og spilaði þar 19 leiki í 3. deildinni og skoraði tvö mörk. Í fyrra spilaði hann með SR í 4. deildinni og lék samhliða því með 2. flokki Þróttar. Með SR spilaði Vilhjálmur 6 leiki og skoraði í þeim 4 mörk. Þess má til gamans geta að Vilhjálmur æfði með enska félaginu Barnet á síðasta ári og skoraði meðal annars í leik unglingaliðsins gegn MK Dons.