apríl 2017

Síðasta „Lambalærið“ á þessari vertíð.

Síðasta „Lambalæri að hætti mömmu“ fyrir sumarfrí verður föstudaginn 5.maí n.k. kl.12.00.
Gestur okkar verður Hjörvar Hafliðason, ásamt öðrum gesti sem hann á eftir að velja með sér
og munu þeir ræða þá nýbyrjaða Pepsí-deild karla sem hefst 30.apríl. Þá verða þeir búnir að
sjá öll liðin eftir fyrsta leik og verður gaman að sjá hvort þeirra
hugmyndir um liðin hafi nokkuð breyst frá spá þeirra fyrir mót.
Þeir Sigurður K. Sveinbjörnsson í sigurdurks@simnet.is og Helgi Þorvaldsson í síma 821-2610
munu taka við skráningum til hádegis miðvikudagsins 3.maí. Allir eru velkomnir og ekki skylda
að vera Þróttari. Verðið er óbreytt, kr.2500.-.

HM-hópurinn

Þróttur auglýsir eftir þjálfurum í yngri flokka í knattspyrnu

Þróttur auglýsir eftir þjálfurum í yngri flokka í knattspyrnu
Reynsla af þjálfarastörfum og menntun skilyrði
Barna – og unglingaráð knattspyrnudeildar Þróttar auglýsir eftir metnaðarfullum þjálfurum sem eru tilbúnir til að vinna skv. stefnu félagsins.
Viðkomandi þurfa að geta hafið störf sem allra fyrst. Reynsla af þjálfarastörfum og þjálfaramenntun og/eða íþróttafræðimenntun skilyrði.

Áhugasömum er bent á að vera í sambandi við íþróttastjóra Þróttar á thorir@trottur.is eða í síma 580-5902.

Hallur Hallsson ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla.

Þróttaragoðsögnin Hallur Hallsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla og verður því Gregg Ryder til aðstoðar á komandi tímabili í Inkassodeildinni.  Hallur lék á ferli sínum sem leikmaður 471 leik með meistaraflokki Þróttar en ákvað í lok síðasta keppnistímabils að leggja skóna á hilluna eftir farsælan og langan feril.

Hallur er með KSÍ B gráðu sem þjálfari og  það er mikið ánægjuefni fyrir Þróttara og alla knattspyrnuáhugamenn að Hallur hafi verið tilbúinn til þess að aðstoða í baráttunni sem framundan er í deildinni.  Við bjóðum Hall velkominn til áframhaldandi starfa innan félagsins, Lifi Þróttur!!!