Hlaupaæfing – Laugardag (30.sept).

Hæ hæ.

Stefnum á að nota þessa síðu líka (ásamt facebook síðunni). Endilega smella henni beint inn í „favourites“/“bookmarks“.

Alls 51 leikmaður er búinn að mæta á æfingar í vikunni, held örugglega að nokkrir bætist svo við 🙂

Þið munið að kíkja inn á https://innskraning.island.is/?id=trottur.felog.is til að klára skráningu fyrir haustönnina.

Við ætlum að enda vikuna og kveðja september mánuð með smá hlaupaæfingu á laugardaginn. Best er að mæta í hlaupaskóm eða álíka íþróttaskóm þar sem við munum hlaupa og púla í dalnum. Við hittumst byrjum og endum niður á gervigrasi:

– Laug 30.sept – Hlaupaæfing – kl.11:00 – 12:00 – Allir – Mæting á gervigrasið.  

Veit af nokkrum á yngra ári að keppa í grunnskólamótinu upp í Egilshöll, gangi ykkur vel þar.

Síðan má segja að tímabilið hefjist fyrir alvöru næsta mánudag. Við tökum léttan fund með strákunum í næstu viku, síðan fljótlega með foreldrum.

Heyrið í okkur ef það er eitthvað.

Kv. Þjálfarar

———–