september 2017

Hlaupaæfing – Laugardag (30.sept).

Hæ hæ.

Stefnum á að nota þessa síðu líka (ásamt facebook síðunni). Endilega smella henni beint inn í „favourites“/“bookmarks“.

Alls 51 leikmaður er búinn að mæta á æfingar í vikunni, held örugglega að nokkrir bætist svo við 🙂

Þið munið að kíkja inn á https://innskraning.island.is/?id=trottur.felog.is til að klára skráningu fyrir haustönnina.

Við ætlum að enda vikuna og kveðja september mánuð með smá hlaupaæfingu á laugardaginn. Best er að mæta í hlaupaskóm eða álíka íþróttaskóm þar sem við munum hlaupa og púla í dalnum. Við hittumst byrjum og endum niður á gervigrasi:

– Laug 30.sept – Hlaupaæfing – kl.11:00 – 12:00 – Allir – Mæting á gervigrasið.  

Veit af nokkrum á yngra ári að keppa í grunnskólamótinu upp í Egilshöll, gangi ykkur vel þar.

Síðan má segja að tímabilið hefjist fyrir alvöru næsta mánudag. Við tökum léttan fund með strákunum í næstu viku, síðan fljótlega með foreldrum.

Heyrið í okkur ef það er eitthvað.

Kv. Þjálfarar

———–

Lokahóf knattspyrnudeildar Þróttar fór fram um síðustu helgi

þar voru meðal annars verðlaunaðir bestu, efnilegustu og markahæstu leikmenn félagsins í meistaraflokki.

Besti leikmaður meistaraflokks kvenna í knattspyrnu árið 2017 var Diljá Ólafsdóttir, efnilegust þótti Sóley María Steinarsdóttir og markahæst reyndist vera Michaela Mansfield. Besti leikmaðurinn með mestu framfarirnar milli ára var valinn af leikmönnum: Agnes Þóra Árnadóttir. Bergrós Lilja Jónsdóttir var síðan heiðruð fyrir að hafa leikið 100 leikI með meistaraflokki Þróttar.

Besti leikmaður meistaraflokks karla var Hreinn Ingi Örnólfsson, en efnilegastur þótti Sveinn Óli Guðnason. Markahæstur var hins vegar Viktor Jónsson og var sömuleiðis valinn bestur af leikmönnum sem sá leikmaður er þótti hafa sýnt mestu framfarirnar milli ára. Vilhjálmur Pálmason fékk svo viðurkenningu fyrir að leikið 200 leiki hópinn með meistaraflokki Þróttar.

Á meðfylgjandi mynd má sjá alla verðlaunahafana ásamt þjálfurum, aðstoðarþjálfurum, sjúkraþjálfara, markvarðaþjálfara, liðsstjóra, formanni knattspyrnudeildar og okkar eigin Konna.

Lesa meira

Góð byrjun á „Lambalærinu“

Það var góð mæting á fyrsta „Lambalæri“  vetrarins og góður rómur gerður að máli Guðna Bergssonar, formanns KSÍ, sem lýsti framtíðarsýn sinni á gengi karlalandsliðsins í lokaleikjum þess í undankeppni HM og vonandi þátttöku í Rússlandi á næsta ári.

Einnig ræddi hann hugmyndir sambandsins um stækkun Laugardalsvallar og mögulega ráðningu knattspyrnu-stjóra í náinni framtíð.

HM-hópurinn

sjá myndir

Lesa meira