Íþróttaskóli barna haustið 2017

Knattspyrnufélagið Þróttur mun starfrækja íþróttaskóla barna í haust sem ætlaður eru börnum á
aldrinum 1-4 ára. Stefnt er að því að hafa fjölbreytta dagskrá til þess að efla skyn – og hreyfiþroska
barna ásamt því að hafa gaman og læra að umgangast aðra.


Íþróttaskólinn verður í íþróttasal Langholtsskóla og hefst hausttímabilið laugardaginn 23.september og
stendur til 2.desember, eða í 11 skipti. Hópnum verður skipt í tvennt:
Börn fædd 2015-2016 kl. 10:00 – 11:00
Börn fædd 2013 – 2014 kl. 11:00 – 12:00


Skráning er hafin í íþróttaskólann og fer hún fram á skráningarsíðu Þróttar,
https://trottur.felog.is þar
sem jafnframt er hægt að ganga frá greiðslu.
Lesa meira