Ólafur Hrannar til liðs við Þrótt

Ólafur Hrannar Kristjánsson hefur gengið til liðs við okkur Þróttara en hann kemur frá Leikni þar sem hann hefur leikið allan sinn feril. Hann hefur lengi verið í lykilhlutverki hjá Leikni, hefur leikið þar um 200 leiki í meistaraflokki og verið iðinn við markaskorun auk þess sem hann var fyrirliði Leiknis á tímabilinu 2013-2016.  Ólafur Hrannar er þekktur fyrir leikgleði og vinnusemi og ekki vafi á því að leikreynsla hans mun styrkja okkur í Inkasso baráttunni framundan. Við bjóðum Óla velkominn í Þrótt og tökum vel á móti honum.  LIFI…..