Andrea Rut og Jelena Tinna á úrtaksæfingar U16

Jörundur Áki landsliðsþjálfari U16 kvenna valdi Þróttarana Andreu Rut Bjarnadóttur og Jelenu Tinnu Kujundzic á úrtaksæfingar landsliðsins sem fram fara 9 -12. febrúar n.k.  Stelpurnar eru í 29 stúlkna hópi sem valdar voru til æfinga að þessu sinni en æfingarnar fara fram í Kórnum og í Egilshöll.

Við óskum þeim til hamingju með valið og vitum að þær verða til sóma.  Lifi Þróttur!

Sóli Hólm verður gestur okkar, 9.febrúar.

Það verður félagi okkar Sólmundur Hólm sem verður næsti gestur okkar,
á „Lambalæri að hætti mömmu“ föstudaginn 9.febrúar kl.12.00.
Sóli mun fara um víðan völl og ræða ýmsa spaugilega hluti úr þjóðfélaginu.

Það eru þeir Sigurður K. Sveinbjörnsson í sigurdurks@simnet.is og Helgi Þorvaldsson
í síma 821-2610, sem taka við pöntunum til hádegis miðvikudagsins 7.febrúar.
Allir eru velkomnir, Þróttarar sem ekki Þróttarar. Verðið er óbreytt, kr.2500.-.