Hinrik Harðarson að gera það gott í Kaupmannahöfn

Grunnskólamót höfuðborga norðurlandanna hófst í Kaupmannahöfn á mánudaginn og eigum við Þróttarar einn fulltrúa í hópnum sem fór frá Reykjavík.  Hinrik Harðarson sem leikur með 4.flokki Þróttar í knattspyrnu var valinn í hópinn og hefur heldur betur staðið undir valinu með góðri frammistöðu.  Lið Reykjavíkur sigraði Kaupmannahöfn í fyrsta leik liðsins á mánudaginn 3-0 og skoraði Hinrik eitt af mörkum okkar liðs.  Í gær gerði liðið svo 1-1 jafntefli við Helsinki og skoraði Hinrik mark Íslands/Reykjavíkur í leiknum.  Sannarlega frábær frammistaða og við fylgjumst spennt með framhaldinu en liðið leikur gegn Stokkhólmi í dag og gegn Osló á morgun.  Óskum Hinrik til hamingju með valið og frammistöðuna, Lifi…..!