Sindri Geirsson gerir tveggja ára samning

Þróttur hefur endurnýjað tveggja ára samning við markvörðinn Sindra Geirsson og gildir hann til ársins 2020. Sindri er uppalinn Þróttari á 24. aldursári og spilaði sína fyrstu leiki í meistaraflokki fyrir sex árum.

„Sindri hefur spilað mikið á undirbúningstímabilum síðustu ára og verið mikilvægur þáttur af baklandinu í meistaraflokki karla, enda áríðandi fyrir öll lið að búa að varamarkverði í toppklassa. Sindri er félagslega sterkur heimamaður og nátengdur samfélaginu hérna í Laugardal, hjartanu í Reykjavík. Framlengingin er því sérstaklega ánægjuleg fyrir stuðningsmenn félagsins,“ segir Haraldur Agnar Bjarnason, formaður knattspyrnudeildar.