Þróttur auglýsir eftir þjálfurum í yngri flokka í knattspyrnu

Reynsla af þjálfarastörfum og/eða menntun skilyrði

Knattspyrnudeild Þróttar auglýsir eftir metnaðarfullum þjálfurum sem eru tilbúnir til að vinna skv. stefnu félagsins.

Viðkomandi þurfa að geta hafið störf sem allra fyrst. Reynsla af þjálfarastörfum og þjálfaramenntun og/eða íþróttafræðimenntun skilyrði.

Jafnframt þarf viðkomandi að uppfylla þau skilyrði sem lög Íþrótta – og Ólympíusambands Íslands segja til um starfsskilyrði í íþróttahreyfingunni.

Áhugasömum er bent á að vera í sambandi við íþróttastjóra Þróttar á thorir@trottur.is eða í síma 8602069

Daði Bergs og Þróttur framlengja samning

Gengið hefur verið frá framlenginu á samningi á milli Daða Bergssonar og Þróttar og gildir núverandi samningur út keppnistímabilið 2020.  Daði hefur gegnt lykilhlutverki að undanförnu hjá meistaraflokki, kom við sögu í 22 leikjum í Inkassodeildinni í sumar og 3 leikjum í bikar og skoraði í þeim 9 mörk.  Hann er uppalinn Þróttari og á að baki 29 landleiki með yngri landsliðunum auk þess að eiga fjölmarga leiki í efstu deild með Val og Leikni þrátt fyrir ungan aldur.  Það er mikið ánægjuefni fyrir okkur Þróttara að samningur hafi verið framlengdur og við njótum krafta Daða í komandi verkefnum næstu tvö keppnistímabil.

Lifi…….!