Jólahangikjötsveislan er handan við hornið.

Hin sívinsæla jólahangikjötsveisla Þróttar verður haldin fimmtudaginn 6.desember kl.11.30.

Eins og venjulega verður ýmislegt í gangi annað en að háma í sig frábært hangikjötið.

Þeir Ragnar Jónasson og Þorgrímur Þráinsson rithöfundar verða gestir okkar að þessu sinni og að venju verða dregnir út góðir happdrættisvinningar en miðarnir eru innifaldir í aðgöngu- miðaverðinu sem enn og aftur er hið sama lága kr.3500.- Aðsókn hefur farið vaxandi í þessa frábæru veislu og viljum við því hvetja menn til að hafa fljótlega samband við þá Sigurð K. Sveinbjörnsson í sigurdurks@simnet.is eða Helga Þorvaldsson í síma 821-2610.

 

HM-hópurinn

Frítt fyrir nýja iðkendur í handboltanum í desember og janúar

Stjórn handknattleiksdeildar Þróttar hefur ákveðið að gefa öllum nýjum iðkendum yngri flokka sem vilja prófa handbolta fríar æfingar í desember og janúar.

Með því að gefa iðkendum frítt að æfa er ætlunin að hvetja enn frekar yngri iðkendur til þátttöku í handbolta.

Við hjá Þrótti hvetjum alla krakka til að mæta og prófa handboltaæfingar hjá félaginu en æfingatöflu má finna á heimasíðunni á slóðinni https://www.trottur.is/um-thrott/aefingatoflur/

Ef frekari upplýsinga er óskað þá vinsamlegast verið í sambandi við íþróttastjóra Þróttar í netfanginu thorir@trottur.is