febrúar 2019

Þórhallur ráðinn þjálfari meistaraflokks karla – Halldór Geir honum til aðstoðar

Knattspyrnudeild Þróttar hefur gengið frá ráðningu á Þórhalli Siggeirssyni sem þjálfara meistaraflokks karla og gildir samningurinn til loka keppnistímabils árið 2021.  Halldór Geir Heiðarsson hefur samhliða verið ráðinn aðstoðarþjálfari Þórhalls í meistaraflokknum.

Þórhallur, sem var aðstoðarþjálfari Gunnlaugs Jónssonar á síðasta keppnistímabili, er jafnframt yfirþjálfari yngri flokka starfs hjá félaginu og mun halda því starfi áfram.

Þórhallur er með UEFA-A þjálfaragráðu auk þess að vera með M.Sc gráðu í íþróttavísindum og þjálfun frá Háskólanum í Reykjavík og hefur mikla reynslu af þjálfun yngri flokka , hefur þjálfað hjá HK, Val og nú síðast hjá Stjörnunni þar sem hann var yfirþjálfari yngri flokka frá 2014-2017 en þetta er frumraun hans sem aðalþjálfari meistaraflokks.

Halldór Geir, sem hefur verið hluti af þjálfarateymi meistaraflokks og 2.flokks auk þess að vera yfirmaður afreksþjálfunar 11 manna bolta,  tekur UEFA-A þjálfaragráðu síðar í vor en hann var áður þjálfari í yngri flokkum Stjörnunnar.

Það er fagnaðarefni fyrir Þrótt að halda áframhaldandi samstarfi við Þórhall og Donna í uppbyggingu knattspyrnunnar hjá félaginu og við styðjum þá til góðra verkefna á komandi tímabilum.

Lifi…….!