Nú um síðustu helgi fór fram Bikarmót BLÍ fyrir yngri flokka þar sem 4 flokkur stúlkna náði þeim frábæra árangri að verða bikarmeistarar.  Bæði undanúrslitaleikurinn og úrslitaleikurinn fóru í oddahrinu en okkar stúlkur náðu að knýja fram sigur eftir harða baráttu. Úrslitaleikurinn fór 2-1 fyrir Þrótti eftir upphækkun í 19-17 í oddahrinunni. Frábær árangur hjá stelpunum. Með liði Þróttar spiluðu þrjár stelpur frá Keflavík og þrátt fyrir að hópurinn hefði bara náð tveimur æfingum saman fyrir helgina þá small þetta allt saman.

Við í blakinu bjóðum nýja iðkendur ávalt velkomna og hvetjum stelpur í hverfinu til að koma og prófa nokkrar æfingar.