Helgina 21-23 apríl gerði yngra ár 5. flokks karla í handbolta góða ferð á Skeljungsmótið sem haldið var á Ísafirði og í Bolungarvík. Jafnframt var þetta 5 og síðasta Íslandsmót vetrarins.

Drengirnir léku við hvurn sinn fingur og sigruðu alla 4 leikina sína í sinni deild örugglega með markatöluna 35 mörk í plús.

Frábær og samheldinn hópur sem var vel studdur af foreldrum sínum sem voru búin að fjölmenna vestur á firði til að fylgja drengjunum sínum eftir. Stórskemmtileg helgi hjá Þrótturum fyrir vestan.

 

Engin spurning að þarna á ferð eru framtíðar leikmenn meistaraflokks karla