Í ljósi þess að ekki liggur fyrir hvernig skólahaldi og starfsemi frístundaheimila verður háttað á næstunni þá falla allar æfingar hjá Þrótti niður á morgun, mánudaginn 16.mars, eða þar til frekari upplýsingar liggja fyrir.

Ætlunin er að reyna að halda úti æfingum hjá öllum yngri flokkum hjá Þrótti í öllum deildum með eins litlu raski og mögulegt er næstu vikurnar en það er hins vegar ljóst nú þegar að töluvert rask verður þar sem grípa verður til tiltekinna ráðstafana, hugsanleg fækkun æfinga, ákveðnar umgengisreglur þjálfara, iðkenda og forráðamanna, tímasetning á æfingum o.s.frv.

Allt er þetta þó í undirbúningi og um leið og við vitum meira um starfsemi skólanna verðum við ágætlega vel undirbúin til þess að hefja starfsemina að nýju.

Foreldrum og forráðamönnum iðkenda verður haldið upplýstum betur á morgun þegar frekari upplýsingar hafa borist varðandi aðra starfsemi barnanna.

Ef einhverjar spurningar eru eða vangaveltur þá vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Þróttar.