Allar æfingar yngri flokkar Þróttar í öllum deildum falla niður þar til annað verður tilkynnt. 

ÍSÍ hefur gefið út tilmæli um að æfingar hefjist ekki fyrr en 23.mars n.k. en hins vegar getur þetta breyst með skömmum fyrirvara og verður þá send út tilkynning þess efnis.

Frekari upplýsinga er að vænta fljótlega en þegar hefur verið gefið út að t.d. íþróttahúsnæði skólanna, þ.e. MS/Vogaskóli og Langholtsskóli, verður lokað í 4 vikur eða þar til samkomubanni verður aflétt.  Augljóslega verða því engar æfingar eða námskeið í þessum húsum til og með 13.apríl að öllu óbreyttu.

Við fylgjumst vel með og sendum út  upplýsingar um leið og þær berast.

Ef einhverjar spurningar eða vangaveltur eru þá vinsamlegast setjið ykkur í samband við skrifstofu Þróttar á netfangið trottur@trottur.is