Skv. tilmælum frá heilbrigðisyfirvöldum og ÍSÍ mun allt íþróttastarf liggja niðri tímabundið þar til annað verður ákveðið.  Allar æfingar í öllum deildum og aldursflokkum falla því niður þar til tilkynnt verður um annað en tilkynningu ÍSÍ má lesa hér http://isi.is/frettir/frett/2020/03/20/Allt-ithrottastarf-fellur-nidur/.   Allir hlutaðeigandi eru hvattir til þess að kynna sér innihald þessara leiðbeininga.

ÍBR og borgaryfirvöld hafa jafnframt mælst til þess að íþróttasvæði verði lokuð og verður því gervigrasvöllurinn lokaður frá og með deginum í dag.

Þróttur mun í einu og öllu fylgja þeim tilmælum sem gefin eru út í baráttu okkar gegn útbreiðslu Kórónaveiru og hvetjum við Þróttara sem og alla aðra til þess að fylgja þeim tilmælum og sýna hvort öðru skilning við þessar skrítnu aðstæður sem uppi eru.  Þjálfarar og aðrir starfsmenn Þróttar munu eftir megni upplýsa um framgang mála í starfi okkar ef einhverjar breytingar verða og munu þjálfarar jafnframt senda út einstaklingsáætlanir um æfingar sem iðkendur geta nýtt sér á meðan þetta ástand varir.

Ef einhverjar spurningar eru þá vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Þróttar.

Íþróttastjóri Þróttar