Jörundur Áki Sveinsson hefur valið leikmannahóp til þátttöku í milliriðli U17 sem fram fer í Ungverjalandi 16.-25.mars nk. og eru tveir leikmenn Þróttar í hópnum, Andrea Rut Bjarnadóttir og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir sem er á láni frá Val.  Báðar eru þær vel kunnugar yngri landsliðunum en Ólöf hefur leikið 20 leiki og Andrea Rut hefur leikið 17 leiki með U17 og U16 landsliðunum.  Við óskum stelpunum til hamingju með valið og óskum þeim góðs gengis í komandi verkefni þar sem leikið verður gegn Rússlandi, Ungverjalandi og Rúmeníu.  Lifi…..!