Vegna töluverðra fyrirspurna um fleiri æfingar fyrir sérstaklega eldri iðkendur í 8.flokki í knattspyrnu hefur verið sett á ein aukaæfing í viku fyrir flokkinn og er hún kl 17:00 á þriðjudögum á gervigrasinu við félagsheimili Þróttar, semsagt úti.

Fyrsta „aukaæfingin“ verður þá þriðjudaginn 7.janúar kl 17:00 og fyrst um sinn mun Bergþór Leifsson þjálfari 8.flokks sjá um æfingarnar.

Æfingagjöldum vegna aukaæfinga verður mjög stillt í hóf og eru aðeins kr. 7.000 fyrir tímabilið fram á vor.  Áhugasamir foreldrar og forráðamenn eru hvattir til þess að skrá börnin hið fyrsta en hægt er að ganga frá skráningu og greiðslu gjaldanna inni á skráningarsíðu Þróttar, námskeiðið er undir 8.flokki og heitir einfaldlega „Aukaæfingar vor“.

Ef frekari upplýsinga eða aðstoðar er óskað þá vinsamlegast hafið samband íþróttastjóra Þróttar á póstfangið thorir@trottur.is