Birkir Þór Guðmundsson hefur skrifað undir nýjan samning við Þrótt og gildir samningurinn út keppnistímabilið 2021. 

Birkir kom til Þróttar frá Aftureldingu fyrir keppnistímabilið 2017 og hefur leikið 46 leiki með félaginu í deild og bikar en hann á jafnframt að baki 7 landsleiki með yngri landsliðunum. 

Þróttarar fagna framlengingu samningsins og hlutverki Birkis í uppbyggingu félagsins.   Lifi….!