Blog

Herrakvöld Þróttar og Laugardals: 3. mars (miðasala er hafin)

Hið árlega og ávallt unaðslega Herrakvöld Þróttar og Laugardals verður haldið með stæl og elegans laugardaginn 3. mars, kl. 18-02, í félagsheimili Þróttar í Laugardal: hjartanu í Reykjavík.

Herrakvöldið er einstakt tækifæri til að lyfta sér upp með vinum og vandamönnum, styrkja tengslin við kunningjana, taka smávegis hitting með gömlu félögunum, þétta raðirnar með pöbbunum og hitta hina kallana í hverfinu.

Sala miða er hjá Þrótti. Sendið tölvupóst til otthar@trottur.is til að panta miða, taka frá borð og greiða. Miðaverð í febrúar verður 6.900 kr. af greiddum miðum. Miðaverð í mars (og í hurð — eða við dyr, jafnvel í inngangi) verður 7.900 kr. Fjöldi miða er takmarkaður. Undanfarin ár hefur verið uppselt. Krækið því tímanlega í miða.

Innifalið í miðaverði er margréttuð sælkeraveisla á heimsmælikvarða, koddahjal Jóns Ólafssonar veislustjóra, uppistand Bergs Ebba, ávarp heiðursgestsins Stefáns Pálssonar, tónlistaratriði Svavars Knúts, happdrætti og treyjuuppboð.

 • DAGSKRÁ
  18:00    Húsið opnar – Hamingjustund (Happy Hour)
  19:30   Tiltal veislustjóra: Jón Ólafsson, tónlistarmaður og framherji
  20:00   Matur: Steikarhlaðborð, stórbrotin sælkeraveisla að hætti hússins
  20:30   Ávarp heiðursgests: Stefán Pálsson, sagnfræðingur og Luton-maður
  21:00   Uppistand: Bergur Ebbi, rithöfundur og yfirlögfræðingur Mið-Íslands
  21:30   Tónlistaratriði: Svavar Knútur, forsöngvari pönkbandsins Hrauns
  22:00   Happdrætti
  22:30   Uppboð
  00:00   Frjáls tími
  02:00   Slútt – Húsið lokar


Minnum á Kvennakvöld Þróttar og Laugardals, laugardaginn 24. febrúar:

https://www.trottur.is/frettir/kvennakvold-throttar/2018/02/13/

Sóley María í U19 landslið sem leikur á Spáni

Þórður Þórðarson landsliðsþjálfari U19 kvenna hefur valið leikmannahópinn sem tekur þátt í æfingaleikjum á La Manga á Spáni í lok febrúar og byrjun mars.  Sóley María Steinarsdóttir er valinn í 20 hóp sem tekur þátt í verkefninu en hún á að baki 1 landsleik með liðinu auk 11 landsleikja með U17 ára liðinu.  Í hópnum er jafnframt fyrrverandi leikmaður Þróttar, Stefanía Ragnarsdóttir sem nú er leikmaður Vals.  Við óskum stelpunum til hamingju með valið og óskum þeim góðs gengis í komandi verkefnum.  Lifi…. Þróttur!