Blog

Frí frá knattspyrnuæfingum á morgun, föstudaginn 22.júní

Frí verður gefið frá öllum hefðbundnum knattspyrnuæfingum á morgun, föstudaginn 22.júní.  Mikið er um að vera í Laugardalnum þessa helgi vegna Secret Solstice og aðgengi takmarkað auk þess sem Ísland leikur mikilvægan landsleik á morgun á HM sem enginn má missa af.

HM knattspyrnuskóli stúlkna og Knattspyrnuskóli Þróttar verða þó með hefðbundnu sniði til kl. 15:00.

Tónlistarhátíð í Laugardalnum – aðgengi að Þróttarheimilinu

Eins og mörg ykkar hafið tekið eftir að þá er mikið um að vera í Laugardalnum þessa dagana enda tónlistahátíð um komandi helgi, Secret Solstice.

Af þessum sökum verður aðgengi að Þróttarheimilinu takmarkað næstu dagana og bílastæðið nánast lokað en bílastæðið við Laugardalshöll og KSÍ opið. Við hvetjum þau ykkar sem komið akandi með börnin eða í öðrum erindagjörðum að leggja á þeim svæðum og fylgja börnunum til og frá heimilinu.

Birkir Þór framlengir við Þrótt

Birkir Þór Guðmundsson hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild Þróttar og gildir nýr samningur út keppnistímabilið 2020.  Birkir, sem er 21 árs gamall,  gekk til liðs við Þrótt frá Aftureldingu fyrir timabilið 2017 og hefur leikið 14 leiki með meistaraflokki félagsins í deild og bikar frá þeim tíma.  Hann á að baki 7 landsleiki með yngri landsliðum Íslands, þar af einn með U19 ára landsliðinu gegn N-Írlandi árið 2015.  Það er fagnaðarefni fyrir okkur Þróttara að ungur leikmaður með mikla reynslu úr meistaraflokksleikjum framlengi samning við félagið og leggi sitt af mörkum til uppbyggingar til lengri tíma.

Lifi Þróttur.