Blog

Rey Cup framundan

Nú líður senn að Rey Cup en mótið hefst með setningu miðvikudaginn 26.júlí. Rey Cup hefur fest sig í sessi sem mikilvægur vettvangur ungra knattspyrnumanna og er eitt af því sem við Þróttarar getum verið virkilega stolt af. Til þess að allt verði sem best úr garði gert er þátttaka foreldra og forráðamanna iðkenda úr Þrótti afar mikilvæg og í gegnum tíðina hafa fjölmargir aðilar komið að mótshaldinu með ýmsum hætti og haft gaman að.

Nú er til ykkar leitað enn á ný og hvet ég foreldra og forráðamenn iðkenda úr Þrótti til þess að taka þátt, skrá sig til þátttöku og rétta félaginu hjálparhönd í þessu flotta verkefni sem Rey Cup er, enn vantar töluvert af sjálfboðaliðum til þess að framkvæma mótið sem best.

Allar nánari upplýsingar og skráningar á reycup@reycup.is

https://goo.gl/forms/mNJuCATB94pw8VGi2