Blog

Ungir Þróttarar skrifa undir samninga við knattspyrnudeild

Knattspyrnudeild Þróttar skrifaði á dögunum undir þriggja ára samninga við þrjá unga leikmenn sem fæddir eru árið 2003.

Adrían Baaregaard Valencia, Egill Helgason og Fjalar Hrafn Þórisson gengu allir frá undirritun samninga en þeir hafa frá unga aldri æft knattspyrnu hjá Þrótti og hafa m.a. verið valdir í Reykjavíkurúrval og til úrtaksæfingar landsliða undanfarið.

Miklar vonir eru bundnar við strákana og með samningnum vill félagið sýna að það hefur mikla trú á að þar séu á ferð framtíðarleikmenn Þróttar og vonandi landsliðsins.  Þróttur skuldbindur sig m.a. með samningnum til þess að bjóða leikmönnunum upp á aðstöðu og umgjörð til þess að þeir  geti bætt sig enn frekar og fái þá þjálfun sem til þarf.

Það er mikið gleðiefni fyrir okkur Þróttara þegar ungir leikmenn eru reiðubúnir til þess að sýna félaginu traust með þessum hætti og verður lögð áhersla á að Þróttur standi undir því trausti.  Lifi Þróttur!

sjá myndir

Lesa meira

Gabríela framlengir samning við Þrótt

Gabríela Jónsdóttir hefur gengið frá undirritun á samningi við knattspyrnudeild til næstu tveggja ára eða til loka keppnistímabilsins 2019.  Gabríela lék alla leiki meistaraflokks Þróttar í 1.deild á nýliðnu keppnistímabili en hún lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki félagsins í ágúst 2009, þá aðeins 16 ára gömul.  Hún hefur um nokkurt skeið verið ein af máttarstólpum meistaraflokks en Gabríela hefur alla tíð leikið með Þrótti og fór upp í gegnum yngri flokka félagsins.   Samningurinn er mikilvægur þáttur í því að ná settum markmiðum á næstu árum, m.a. að liðið leiki í Pepsi-deild keppnistímabilið 2019 og er það mikið fagnaðarefni að félagið njóti krafta hennar næstu tímabil.  Lifi Þróttur!

Göngufótbolti í Laugardal – fótbolti fyrir eldri borgara

Föstudaginn 1.desember kl 11:00 verður kynning á Eimskipsvellinum á „Göngufótbolta“ sem er fótbolti ætlaður eldri iðkendum og er hugsaður til að hvetja eldri borgara og aðra til þess að stunda heilbrigða hreyfingu í góðum félagsskap.  Ef næg þátttaka verður í framhaldinu mun Þróttur í samstarfi við Reykjavíkurborg, skipuleggja reglulegar æfingar í vetur í þessari íþrótt sem hefur notið töluverðra vinsælda í Englandi og á Norðurlöndunum.

Viltu taka þátt eða kynna þér málið betur?  Vinsamlegast hafið samband við Ótthar á netfanginu otthar@trottur.is