Aðalstjórn

Stúkan við Eimskipsvöllinn endurbyggð

Borgarráð Reykjavík samþykkti í gær að bjóða út framkvæmdir við miklar endurbætur á stúkunni við gervigrasið og áætlað er að framkvæmdum ljúki á þessu ári.  Í framkvæmdum felast m.a. endurbætur á burðarvirki og klæðningu stúkunnar auk þess sem komið verður fyrir fjölmiðlaaðstöðu, sætum fjölgað ásamt fleiru. Kostnaður er áætlaður um 100 milljónir króna.  Það er ljóst að ásýnd svæðisins okkar og Eimskipsvallarins mun gjörbreytast við þessar endurbær og er það mikið gleðiefni fyrir okkur Þróttara .

Meðfylgjandi eru teikningar af mannvirkinu sem sýna hvernig útlitið getur orðið eftir endurbætur.

Það er við hæfi um áramót að líta yfir liðið ár.

Skemmtilegu ári hjá okkur í Þrótti var að ljúka. Við unnum víða sigra í einstökum flokkum og greinum og eignuðumst landsliðsmenn í yngri flokkum í öllum greinum. Við eigum stóran hóp efnilegra krakka í öllum greinum og á árinu voru fleiri í landsliðum eða landsliðsúrtökum en árinu áður, við erum því á réttri leið. Því miður var fækkun í handboltanum, en það kemur fyrst og fremst til vegna aðstöðumála í Laugardalshöll. Sem dæmi féllu niður hátt í 40% allra æfinga handknattleiksdeildar í september mánuði og sama og engir æfingatímar fengust í staðinn. Það er því mjög erfitt að halda úti starfinu og auðvelt að skilja krakka sem velja að fara annað. Blakið er á svipuðu róli og í fyrra en mikil fjölgun er í fótboltanum. Í haust var um 20% aukning og yngstu hóparnir nokkrir komnir yfir 100 iðkendur. Þannig má segja að aðstaðan okkar sé nánast sprungin því eitt gervigras dugar engan veginn fyrir allan þann fjölda sem æfir knattspyrnu yfir vetrartímann. Mjög jákvætt að iðkendum sé að fjölga og því er grasið mjög vel nýtt, nú eru líka æfingar um helgar.

Lesa meira