Aðalstjórn

Þróttur og Securitas undirrita samstarfssamning

Þróttur og Securitas hafa undirritaðan nýjan samstarfssamning þar sem megininntakið er stuðningur Securitas við allt íþrótta – og félagsstarf í Laugardal auk þess sem fyrirtækið kemur að uppsetningu myndavéla og öflugs öryggiskerfis á svæði félagsins og hefur afnot af aðstöðu félagsins.  Þróttur og Securitas hafa átt í farsælu samstarfi í mörg á og styrkir þessi nýji samningur tengslin enn frekar en samningurinn gildir út árið 2018 með möguleika á framlengingu.  Við Þróttarar fögnum nýju samkomulagi sem sannarlega styrkir starf okkar í öllum deildum.

Finnbogi endurkjörinn formaður Þróttar.

Aðalfundur Þróttar fór fram í dag. Finnbogi Hilmarsson var endurkjörinn formaður, en hann var sjálfkjörinn eins og stjórnin öll. Aðrir í stjórn eru; Kristján Kristjánsson, Lilja Benónýsdóttir, Sigurður K. Sveinbjörnsson, Eik Gísladóttir, Hulda M. Pétursdóttir og Helgi Sævarsson.

Afkoma félagsins er jákvæð, en allar deildir og aðalstjórn voru rekin með hagnaði á síðasta ári. Fram kom á fundinum að helsta verkefni stjórnar á komandi ári sé áframhaldandi vinna í úrbótum á inniaðstöðu félagsins. Sú vinna er í góðum farvegi og verður kynnt betur þegar málin skýrast.

Á á síðasta starfsári voru þrír einstaklingar gerðir að heiðursfélögum í félaginu og á fundinum fékk Helgi Þorvaldsson afhentan heiðurskross félagsins sem fylgir tilnefningunni. Þeir Sölvi Óskarsson og Guðmundur Gaukur Vigfússon munu fá sína heiðurskrossa afhenta við fyrsta tækifæri.