Aðalstjórn

Þorsteinn Snædal, kveðja frá Knattspyrnufélaginu Þrótti.

Fallinn er frá félagi okkar Þorsteinn Snædal

Jákvæðar minningar um Þorstein koma upp í hugann og um leið er söknuður að sjá af góðum félaga. 

Þorsteinn starfaði mikið fyrir félagið í gegnum tíðina var m.a í barna- og unglingaráði knattspyrnudeildar, í stjórn knattspyrnudeildar, hússtjórn og vann að mörgum öðrum verkefnum fyrir félagið, Þorsteinn var ávallt tilbúinn að aðstoða félagið ef til hans var leitað.

Knattspyrnufélagið Þróttur þakkar Þorsteini fyrir hans góða framlag og störf fyrir félagið.  Knattspyrnufélagið Þróttur sendir fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur,

Útför Þorsteins fer fram frá Hallgrimskirkju í dag, miðvikudaginn 24 apríl klukkan 13.00

Sögu- og minjanefnd

Nú í lok síðasta árs skipaði aðalstjórn félagsins sérstaka sögu- og minjanefnd í tilefni af 70 ára afmælis félagsins 2019. Markmið nefndarinnar er að safna, skrá og miðla sögu félagsins; hvort sem um er að ræða muni, skjöl, myndir eða annað sem tengist sögu félagsins. Í nefndinni sitja Helgi Þorvaldsson, Sigurður K. Sveinbjörnsson, Gunnar Baldursson, Sölvi Óskarsson og Sigurlaugur Ingólfsson; sem er formaður hennar.

Á næstu vikum mun nefndin leitast eftir að hafa upp á munum og öðru því sem tengist sögu félagsins; og geta áhugasamir Þróttarar sem eiga í fórum sínum muni haft samband við formann nefndarinnar á tölvupóstfanginu sigurlaugur.ingolfsson@reykjavik.is.