Aðalstjórn

Finnbogi endurkjörinn formaður Þróttar.

Aðalfundur Þróttar fór fram í dag. Finnbogi Hilmarsson var endurkjörinn formaður, en hann var sjálfkjörinn eins og stjórnin öll. Aðrir í stjórn eru; Kristján Kristjánsson, Lilja Benónýsdóttir, Sigurður K. Sveinbjörnsson, Eik Gísladóttir, Hulda M. Pétursdóttir og Helgi Sævarsson.

Afkoma félagsins er jákvæð, en allar deildir og aðalstjórn voru rekin með hagnaði á síðasta ári. Fram kom á fundinum að helsta verkefni stjórnar á komandi ári sé áframhaldandi vinna í úrbótum á inniaðstöðu félagsins. Sú vinna er í góðum farvegi og verður kynnt betur þegar málin skýrast.

Á á síðasta starfsári voru þrír einstaklingar gerðir að heiðursfélögum í félaginu og á fundinum fékk Helgi Þorvaldsson afhentan heiðurskross félagsins sem fylgir tilnefningunni. Þeir Sölvi Óskarsson og Guðmundur Gaukur Vigfússon munu fá sína heiðurskrossa afhenta við fyrsta tækifæri.

Stúkan við Eimskipsvöllinn endurbyggð

Borgarráð Reykjavík samþykkti í gær að bjóða út framkvæmdir við miklar endurbætur á stúkunni við gervigrasið og áætlað er að framkvæmdum ljúki á þessu ári.  Í framkvæmdum felast m.a. endurbætur á burðarvirki og klæðningu stúkunnar auk þess sem komið verður fyrir fjölmiðlaaðstöðu, sætum fjölgað ásamt fleiru. Kostnaður er áætlaður um 100 milljónir króna.  Það er ljóst að ásýnd svæðisins okkar og Eimskipsvallarins mun gjörbreytast við þessar endurbær og er það mikið gleðiefni fyrir okkur Þróttara .

Meðfylgjandi eru teikningar af mannvirkinu sem sýna hvernig útlitið getur orðið eftir endurbætur.