Blak

Drög að æfingatöflu í blaki á haust tímabili

Nú liggja fyrir drög að æfingatöflu yngri flokka í blaki fyrir hausttímabilið og er hún hér meðfylgjandi.  Foreldrar/forráðamenn eru vinsamlegast beðnir um að hafa í huga að taflan getur tekið lítilsháttar breytingum áður en hún er staðfest endanlega en ekki er von á miklum breytingum.

Æfingatafla blak haust 2018

Taflan verður endanlega staðfest fyrir helgi en skráning er hafin á æfingarnar á slóðinni https://trottur.felog.is/

Skráning hafin í blakið á haustönn

Skráning er nú hafin fyrir haustönn hjá Blakdeild Þróttar. Við bjóðum uppá reglulegar æfingar fyrir hressa stelpur og stráka, á aldrinum 8 ára og eldri. Æfingar fara fram í íþróttahúsi MS og Laugardalshöllinni undir handleiðslu reyndra þjálfara. Nánari tímasetning æfinga verða tilkynntar síðar í vikunni. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Skráning iðkenda og upplýsingar um æfingagjöld má nálgast hér: https://www.trottur.is/aefingagjold/

 

Ingólfur Hilmar Guðjónsson áfram með meistaraflokk kvenna,

Gengið hefur verið frá framlengingu á samning við Ingólf Hilmar Guðjónsson um þjálfun liðsins.

Ingólfur þjálfaði meistaraflokk kvenna í Mizunodeild sem og 2.flokk kvenna síðasta vetur en kemur nú til með að bæta við sig 3. 4. og 5. flokki.

Stelpurnar okkar enduðu í 6. sæti Mizunodeildar kvenna á síðasta tímabili en liðið styrkti sig töluvert yfir veturinn og verður því gaman að fylgjast með liðinu næsta vetur.

Lifi Þróttur