SVEITABALL Í DALNUM 17. ÁGÚST

Helgi Björns, Hildur Vala, Dóri Gylfa, Böddi Dalton og plötusnúðurinn DJ JBK trylla lýðinn í Félagsheimili Þróttar.

Hljómsveitina skipa Jón Ólafsson, Andri Ólafsson, Sigurgeir Sigmundsson, Þorvaldur Ingimundarson og Sigurður Ingi Einarsson.

Tryggið ykkur miða í forsölu hér á Tix.is fyrir aðeins 3.900 kr. https://tix.is/is/event/8346/

Verð við innganginn 4.900 kr. Húsið opnar kl 20.00 og Happy Hour til kl 21.30. 

Ballið byrjar kl 22.00 og stendur til kl 02.00. Takmarkaður miðafjöldi – Aðeins 300 miðar í boði!

Sveitaball í dalnum 17. ágúst

Takið frá laugardaginn 17.ágúst því við ætlum að halda Sveitaball í Dalnum í Þróttarheimilinu. Þetta var svo fjári skemmtilegt síðast. Helgi Björns ætlar að mæta á svæðið og trylla lýðinn auk meðlima hljómsveitarinnar. Andri Ólafs úr Móses Hightower leikur á bassann í þetta sinnið og goðsögnin sjálf Sigurgeir Sigmundsson verður á gítar en hann lék með Þrótti hér á árum áður.

Glæsilegur afmælisvarningur til sölu á afmælis-og hverfahátíðinni 12. maí í Þróttarheimilinu

Glæsilegur afmælisvarningur verður til sölu á sunnudaginn 12. maí milli kl 14.00 og 16.00. Varningurinn tengist 70 ára afmæli Þróttar og er í takmörkuðu upplagi. 70 stk af bollum, 70 stk af borðfánum og 70 stk númeruð barmmerki. Allur varningurinn er með fyrsta merki Þróttar og því um sögulega minjagripi að ræða sem allir Þróttarar ættu að eiga.