Sveitaball í dalnum 17. ágúst

Takið frá laugardaginn 17.ágúst því við ætlum að halda Sveitaball í Dalnum í Þróttarheimilinu. Þetta var svo fjári skemmtilegt síðast. Helgi Björns ætlar að mæta á svæðið og trylla lýðinn auk meðlima hljómsveitarinnar. Andri Ólafs úr Móses Hightower leikur á bassann í þetta sinnið og goðsögnin sjálf Sigurgeir Sigmundsson verður á gítar en hann lék með Þrótti hér á árum áður.

Glæsilegur afmælisvarningur til sölu á afmælis-og hverfahátíðinni 12. maí í Þróttarheimilinu

Glæsilegur afmælisvarningur verður til sölu á sunnudaginn 12. maí milli kl 14.00 og 16.00. Varningurinn tengist 70 ára afmæli Þróttar og er í takmörkuðu upplagi. 70 stk af bollum, 70 stk af borðfánum og 70 stk númeruð barmmerki. Allur varningurinn er með fyrsta merki Þróttar og því um sögulega minjagripi að ræða sem allir Þróttarar ættu að eiga.

Heimili fasteignasala verður einn stærsti samstarfsaðili Þróttar

Á myndinni eru Bogi Pétursson Sölustjóri Heimili Fasteignasölu og Ótthar Edvardsson Framkvæmdarstjóri Þróttar.

Skrifað hefur verið undir samstarfssamning á milli Heimili fasteignasölu og Þróttar og gildir sá samningur út árið 2020.

Með samningnum verður Heimili einn stærsti styrktaraðili Þróttar en kjarni samstarfsins og meginforsenda er að með stuðningi Heimilis verði Þrótti unnt að halda áfram að byggja upp öflugt

íþrótta- og félagsstarf í Laugardalshverfinu ásamt því að tryggja að barna og unglingastarf félagsins dafni.

Þetta er sérstaklega ánægjuleg tíðindi nú á 70 ára afmæli þróttar því Heimili fasteignasala hefur um árabil verið styrktaraðili Þróttar með einum eða öðrum hætti og er til fyrirmyndar að fyrirtæki í nærumhverfi félagsins leggi lið við uppbyggingu og reksturs

öflugrar samfélagsþjónustu við íbúa hverfisins ekki síður en uppbyggingu afreksstarfs allra deilda Þróttar.

Þróttarar fagna öflugri aðkomu fyrirtækins að félaginu og Heimili er nú Þróttara sem líta bjartsýnum augum á jákvætt samstarf um komandi ár.  Lifi…..!