Blak

Íþróttaskóli barna haustið 2017

Knattspyrnufélagið Þróttur mun starfrækja íþróttaskóla barna í haust sem ætlaður eru börnum á
aldrinum 1-4 ára. Stefnt er að því að hafa fjölbreytta dagskrá til þess að efla skyn – og hreyfiþroska
barna ásamt því að hafa gaman og læra að umgangast aðra.


Íþróttaskólinn verður í íþróttasal Langholtsskóla og hefst hausttímabilið laugardaginn 23.september og
stendur til 2.desember, eða í 11 skipti. Hópnum verður skipt í tvennt:
Börn fædd 2015-2016 kl. 10:00 – 11:00
Börn fædd 2013 – 2014 kl. 11:00 – 12:00


Skráning er hafin í íþróttaskólann og fer hún fram á skráningarsíðu Þróttar,
https://trottur.felog.is þar
sem jafnframt er hægt að ganga frá greiðslu.
Lesa meira

Æfingahópar valdir hjá U17 og U19 stúlkna Í blaki

Landsliðsþjálfarateymi kvennalandsliða í forsvari Daniele Capriotti hefur valið 42 stúlkur í úrtakshópa fyrir unglingalandsliðin sem fara í NEVZA mótin í haust,

Þjálfarateymið samanstendur af 5 þjálfurum sem skipta með sér ferðunum í mótin en U17 liðið fer til IKAST í Danmörku 15.-20. október og U19 liðið til Kettering á Englandi 26.-30. október, og einn þessara þjálfara er Þróttarinn Erla Bjarný Jónsdóttir, Alls eru 42 leikmenn kallaðir í úrtaksæfingar sem fram fara 23.-24. september í Laugardalshöll, í hópnum eru Þróttararnir Eldey Hrafnsdóttir, Elísabet Nhien Yen Huynh, Tinna Sif Arnarsdóttir.

gangi ykkur vel stelpur.

Lifi Þróttur

 

Viltu starfa í blaki Þróttar?

Ágæti Þróttari, nú leitum við til áhugasamra um að koma að starfi í blakdeild félagsins í karlaflokkum.   Síðastliðin vetur vorum við í samstarfi með Fylki í meistaraflokki karla en nú er ætlunin að tefla fram liði einungis í nafni Þróttar og vantar sárlega áhugasama einstaklinga til að aðstoða við fjölbreytt og skemmtilegt starf innan deildarinnar.  Þeim sem áhuga hafa er bent á að setja sig í samband við Ótthar framkvæmdastjóra, otthar@trottur.is