Blak

Ingólfur Hilmar Guðjónsson þjálfar meistaraflokk kvenna i blaki

Ingólfur Hilmar Guðjónsson hefur verið ráðinn til að þjálfa meistaraflokk kvenna í blaki fyrir tímabilið 2017-2018.
Það hafa verið miklar þjálfarabreytingar hjá liðinu að undanförnu en Ólafur Jóhann Júlíusson hætti með liðið á miðju tímabili. Þá tók Róbert Karl Hlöðversson við stöðunni. Skömmu eftir að hann hóf störf var Ingólfur ráðinn sem aðstoðarþjálfari.

Lesa meira

Þjálfarateymi U16 ára landsliðs stúlkna í blaki hafa valið lokahóp sinn fyrir 2. umferð Evrópukeppninnar

Þjálfarateymi U16 ára landsliðs stúlkna hafa valið lokahóp sinn fyrir 2. umferð Evrópukeppninnar. Ísland spilar í riðli í Danmörku með Eistlandi, Belgíu og Danmörku.

Daniele Capriotti, aðalþjálfari liðsins hefur valið með aðstoðarþjálfurum sínum, Ástu Sigrúnu Gylfadóttur og Þróttaranum Erlu Bjarný, lið sitt fyrir Evrópukeppni U16 sem fram fer í Danmörku dagana 14.-16. apríl nk, og í liðinu eru systurnar öflugu Hekla Hrafnsdóttir og Katla Hrafnsdóttir.

gangi ykkur vel úti stelpur.

Lifi Ísland og Lifi Þróttur.

Taktu þátt í að styrkja Meistaraflokka Þróttar í blaki

Taktu þátt í að styrkja Meistaraflokka Þróttar í blaki með því að kaupa miða á sérstaka styrktarsýningu á teiknimyndinni Dýrin í Hálsaskógi. Sýningin verður í Laugarásbíói sunnudaginn 9. apríl, kl. 12 á hádegi. – Þú getur keypt miða með því að skrifa á vegginn https://www.facebook.com/events/1030238463787440/ eða senda okkur skilaboð á facebook síðu okkar, Þróttur Blak. Miðaverð aðeins 1.000kr.

„Heitavatnslaust í Laugardalshöll og félagsheimili Þróttar á morgun, þriðjudag

Vegna framkvæmda við Engjaveg fyrir framan Laugardalshöllina og félagsheimili Þróttar, þarf að taka tímabundið af heita vatnið. Ekkert heitt vatn verður aðgengilegt í Höllinni né í félagsheimili Þróttar á morgun, þriðjudag, milli kl. 8:30-17:00.

Iðkendur á æfingum hjá Þrótti í Laugardalshöll og á gervigrasvelli Þróttar á morgun geta því ekki notað sturtur í búningsklefum til kl. 17:00 og eru foreldrar/forráðamenn beðnir um að taka tillit til þess.“

 

© Copyright 2016 Knattspyrnufélagið Þróttur

Knúið af Everything WordPress sniðmátinu