3. flokkur kvenna

Tinna Sif Arnarsdóttir Íþróttamaður Þróttar 2016

Við hátíðlega athöfn nú í hádeginu var Tinna Sif Arnardóttir blakkona útnefnd Íþróttamaður Þróttar árið 2016, og er hún afskaplega vel að þessum að þessari útnefningu komin, Tinna Sif er fædd árið 2000 og er uppalin hjá félaginu. Tinna leikur sem aðaluppspilari í meistaraflokki félagsins auk þess að æfa og keppa með 3. flokki bæði í íslandmótinu og í 4. deild Íslandsmótsins. Tinna Sif er mjög metnaðarfull, góður liðsmaður og félagi. Hún er burðarstólpi í blakdeild Þróttar. Hún hefur á árinu leikið með U18 landsliði Íslands í blaki, m.a. í undankeppni EM í Svíþjóð þar sem hún var lykilmaður, óskum við Tinnu innilega til hamingju með þetta og vonum að þessi efnilega stúlka haldi áfram á sömu braut.

hér má sjá þá sem tilnefndir voru en það voru þau Diljá Ólafsdóttir knattspyrnukona og Hrannar Már Jóhannsson handknattleiksleikmaður,

Lifi Þróttur.

U17 og U18 landslið í blaki á ferð og flugi í október.

Landsliðsþjálfarar U17 ára landsliðs kvenna hafa valið lokahópa sína fyrir ferðina á NEVZA mótið í IKAST sem er 18.-20. október næstkomandi og fyrir undankeppni EM U18 sem er í Falköping 27.-30. október næstkomandi.

Tveir efnilegir Þróttarar fara til Ikast en það eru þær Eldey Hrafnsdóttir og Dana Gunnarsdóttir, og þrír Þróttarar taka þátt í undankeppni EM, en það eru Eldey Hrafnsdóttir, Elísabet Nihen Yen Huynh og Tinna Sif Arnarsdóttir.

Þjálfari þeirra í 3. flokki hjá Þrótti, Erla Bjarný Jónsdóttir verður með þeim í för, en hún er einnig aðstoðarþjálfari unglingalandsliðanna.

Vel gert stúlkur, gangi ykkur vel.

Lifi Þróttur.

U17 Nevza http://www.bli.is/is/frettir/u17-hopar-til-ikast-valdir

U18 undankeppni EM http://www.bli.is/is/frettir/em-lid-u18-kvenna