Uppskeruhátíð yngri flokka heppnaðist vel.

Uppskeruhátíð yngri flokka Þróttar í blaki fór fram mánudaginn 18. maí. Forráðamenn og iðkendur komu saman og farið var yfir afrakstur vetrarins.

Veittar voru viðurkenningar fyrir mestu framfarir og til bestu leikmanna í öllum flokkum. Eftir verðlaunaafhendingu buðu yngri flokkar Þróttar upp á pylsur og drykki.

Takk fyrir komuna :o)

Gott gengi hjá yngri flokkunum í blaki.

Helgina 15-16. nóvember kepptu 6 lið frá Þrótti á Íslandsmóti 3, 5 og 6 flokks í blaki í Mosfellsbæ. Skemmtilegt mót og gaman að fylgjast með kátum iðkendum og áhugasömum aðstandendum.

Tvö lið náðu verðlaunasæti. Í fimmta flokki eignuðumst við Íslandsmeistara en þar spiluðu 5 stúlkur á þriðja stigi til sigurs. Í fyrsta sinn i fjölda ára sendi Þróttur lið til keppni i 3 flokki og það tvö lið (sjá mynd). A liðið gerði sér lítið fyrir og varð í 2 sæti A liða sem er frábær árangur því stúlkurnar eru allar á yngsta ári.

Til hamingju Þróttur.