Konur

Ingólfur Hilmar Guðjónsson áfram með meistaraflokk kvenna,

Gengið hefur verið frá framlengingu á samning við Ingólf Hilmar Guðjónsson um þjálfun liðsins.

Ingólfur þjálfaði meistaraflokk kvenna í Mizunodeild sem og 2.flokk kvenna síðasta vetur en kemur nú til með að bæta við sig 3. 4. og 5. flokki.

Stelpurnar okkar enduðu í 6. sæti Mizunodeildar kvenna á síðasta tímabili en liðið styrkti sig töluvert yfir veturinn og verður því gaman að fylgjast með liðinu næsta vetur.

Lifi Þróttur