Konur

Íþróttamaður Þróttar 2017 er Eldey Hrafnsdóttir.

Knattspyrnufélagið Þróttur hefur valið Eldey Hrafnsdóttir sem íþrottamann Þróttar árið 2017. Eldey Hrafnsdóttir er fædd árið 2000 og er uppalin hjá félaginu. Eldey spilar þetta árið stöðu díó í meistaraflokki en hefur prófað hinar ýmsu stöður í gegnum tíðina, til að mynda spilar hún stöðu kants í 2. flokki sem hún æfir og keppir einnig með. Eldey var valin efnilegasti leikmaður Mizunodeildar kvenna síðasta tímabil og var tilnefnd sem besti díó deildarinna rnú á dögunum.

Eldey hefur bæði spilað með U17 og U19 á Nevza (norður evrópukeppni) og er í lokahóp fyrir næsta verkefni U19 sem eru undanriðlar Evrópukeppni sem fram fer í janúar. Eldey er stigahæst í liði meistaraflokks með 104 stig, það sem af er tímabili. Hún er metnaðarfull, jákvæð og góður liðsfélagi.

Innilegar hamingjuóskir Eldey,

Lifi Þróttur

U19 hópur kvenna klár fyrir undankeppni EM í blaki.

Þjálfararnir Emil Gunnarsson og Lorenzo Ciancio hafa valið þær 12 stúlkur sem keppa munu fyrir hönd Ísland í A-riðli undankeppni EM fyrir U19 stelpur. Leikið verður í Úkraínu dagana 11. – 13. janúar. Ísland er í riðli með heimamönnum, Úkraínu, ásamt Svíþjóð og Kýpur. Í hópnum eru okkar efnilega blakkonur Eldey Hrafnsdóttir og Tinna Sif Arnarsdóttir.
Gangi ykkur vel ytra.

Lifi Þróttur og Áfram Ísland.

 

Katla og Hekla i U17 stúlkna

Þjálfararnir Daniele Capriotti og Erla Bjarný Jónsdóttir hafa valið þá 12 leikmenn sem keppa munu fyrir hönd Íslands í C-riðli undankeppni EM fyrir U17 stúlkna, Liðið heldur af landi brott 4. janúar og spilar 3 leiki dagana 5. – 7. janúar við heimamenn í Tékklandi auk Spánar og Slóveníu og fljúga svo heim aftur 8. janúar, og í hópnum eru Þróttararnir og systurnar Hekla og Katla Hrafnsdætur, gangi ykkur vel stelpur, Lifi Þróttur og Lifi Ísland