Meistaraflokkur kvenna

Eldey stendur í ströngu með landsliðinu í blaki.

Eldey Hrafnsdóttir er ein af þeim 14 leikmönnum sem Borja González Vicente og Antonio Alcaraz Serrano þjálfarar kvennalandsliðs Íslands völdu og taka þátt í síðastu leikjum landsliðsins í undankeppni EM. Liðið beið lægri hlut fyrir Slóveníu á útivelli um síðustu helgi og spilar við Belgíu i dag miðvikudaginn 9. janúar í íþróttahúsinu í Digranesi. við hvetjum alla til að mæta og styðja við bakið á stelpunum okkar.

Áfram Ísland

Eldey Hrafnsdóttir og Tinna Arnarsdóttir í æfingahóp landsliðs Íslands í blaki.

Landsliðsþjálfar Íslands í blaki hafa valið 17 leikmenn í æfingahóp fyrir leikina tvo sem eftir eru í undankeppni EM í janúar. Liðið spilar gegn Slóveníu ytra þann 5.janúar og Belgíu hér heima í Digranesi þann 9.januar.

og í hópnum eru þær efnilegu Eldey Hrafnsdóttir og Tinnar Arnarsdóttur, gangi ykkur vel stelpur.

Lifi Þróttur og Lifi Ísland.

 

Ingólfur Hilmar Guðjónsson áfram með meistaraflokk kvenna,

Gengið hefur verið frá framlengingu á samning við Ingólf Hilmar Guðjónsson um þjálfun liðsins.

Ingólfur þjálfaði meistaraflokk kvenna í Mizunodeild sem og 2.flokk kvenna síðasta vetur en kemur nú til með að bæta við sig 3. 4. og 5. flokki.

Stelpurnar okkar enduðu í 6. sæti Mizunodeildar kvenna á síðasta tímabili en liðið styrkti sig töluvert yfir veturinn og verður því gaman að fylgjast með liðinu næsta vetur.

Lifi Þróttur