Meistaraflokkur kvenna

Ingólfur Hilmar Guðjónsson þjálfar meistaraflokk kvenna i blaki

Ingólfur Hilmar Guðjónsson hefur verið ráðinn til að þjálfa meistaraflokk kvenna í blaki fyrir tímabilið 2017-2018.
Það hafa verið miklar þjálfarabreytingar hjá liðinu að undanförnu en Ólafur Jóhann Júlíusson hætti með liðið á miðju tímabili. Þá tók Róbert Karl Hlöðversson við stöðunni. Skömmu eftir að hann hóf störf var Ingólfur ráðinn sem aðstoðarþjálfari.

Lesa meira

Þjálfarateymi U16 ára landsliðs stúlkna í blaki hafa valið lokahóp sinn fyrir 2. umferð Evrópukeppninnar

Þjálfarateymi U16 ára landsliðs stúlkna hafa valið lokahóp sinn fyrir 2. umferð Evrópukeppninnar. Ísland spilar í riðli í Danmörku með Eistlandi, Belgíu og Danmörku.

Daniele Capriotti, aðalþjálfari liðsins hefur valið með aðstoðarþjálfurum sínum, Ástu Sigrúnu Gylfadóttur og Þróttaranum Erlu Bjarný, lið sitt fyrir Evrópukeppni U16 sem fram fer í Danmörku dagana 14.-16. apríl nk, og í liðinu eru systurnar öflugu Hekla Hrafnsdóttir og Katla Hrafnsdóttir.

gangi ykkur vel úti stelpur.

Lifi Ísland og Lifi Þróttur.

Nýr þjálfari meistaraflokks kvenna í blaki.

Róbert Karl Hlöðversson hefur skrifað undir samning þess efnis að þjálfa meistaraflokk kvenna í blaki út tímabilið. Liðið hefur verið þjálfaralaust frá desember byrjun þegar Ólafur Jóhann Júlíusson sagði upp störfum eftir að hafa þjálfað liðið í tvö og hálft ár. Róbert Karl spilaði um árabil með Stjörnunni og vann með þeim marga titla. Einnig er hann fjórði leikjahæsti landsliðsmaðurinn í blaki frá upphafi með 79 leiki . Nóg er að gera hjá Róberti þessa dagana því hann spilar og þjálfar einnig sameiginlegt lið Þróttar/Fylki.

Við bjóðum hann hjartanlega velkominn til starfa.

Lifi Þróttur.