Fréttir

Gísli Marteinn verður gestur okkar á fimmtudag.

Það verður útvarps- og sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn sem verður gestur
okkar í „Lambalæri að hætti mömmu“, fimmtudaginn 25.október kl.12.00.
Þeir félagar Sigurður K. Sveinbjörnsson í sigurdurks@simnet.is og Helgi
Þorvaldsson í síma 8212610 sjá um skráningu í herlegheitin fram að hádegi
á þriðjudag 23.október. Verðið er kr.2500.- eins og fyrr og allir eru
velkomnir og ekki er nauðsyn að vera Þróttari.

HM-hópurinn

aðventupopp í Laugardal

 

Það verður eitthvað fyrir alla á þessum frábæru tónleikum. Aðventupopp í Laugardal fór fyrst fram í fyrra og hlaut einróma lof áhorfenda. Nú verður slegið aftur í magnaða kvöldstund. Í ár koma fram æðislegir listamenn: Jón Jónsson – Ragnheiður Gröndal – GDRN – Elísabet Ormslev – Raven – Kristbjörn Helgason. Kynnir kvöldsins er hinn margslungni Jón Ólafsson.

Það er um að gera að hóa saman fjölskyldu, vinum og vandamönnum og taka frá fimmtudaginn 8. nóvember. Húsið opnar kl. 20:00 og tónleikarnir byrja 21:00.

Miðaverð er 3500 kr.
Miðar verða seldir við hurð.

Álfhildur og Gústav best í 2. flokki — Jelena og Oliver efnilegust

Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (2000) var valin besti leikmaður 2. flokks kvenna í knattspyrnu á dögunum, en Jelena Tinna Kujundzic (2003) sú efnilegasta. Hvað snertir 2. flokk karla þótti Gústav Kári Óskarsson (1999) bestur, en Oliver Heiðarsson (2001) efnilegastur.

Á meðfylgjandi hópmynd má jafnframt sjá nokkra fulltrúa úr 2. flokki karla, sem nú kveðja yngri flokkana og ganga upp í meistaraflokk. Frá vinstri til hægri eru Aron Dagur Heiðarsson, Oliver Darrason, Gústav Kári, Þorgeir Bragi Leifsson, Valgeir Einarsson og Bragi Friðriksson. Margir þessara piltar af 99-árgerðinni eru nú þegar komnir með allnokkra leiki í meistaraflokki. Framtíðin er björt.

(Beðist er velvirðingar á slökum myndgæðum strákamegin.)

Frítt fyrir stelpur í árgöngum 2007 -2010 í handbolta fram að áramótum

Stjórn handknattleiksdeildar Þróttar hefur ákveðið að gefa stúlkum sem skrá sig nýjar inn á æfingar og eru í árgöngum 2007-2010 (6. og 7.flokkur) frítt að æfa handbolta fram að áramótum.

Með því að gefa stúlkunum frítt að æfa er ætlunin að hvetja enn frekar ungar stúlkur til þátttöku í handbolta en verulega hefur hallað á fjölda stúlkna gagnvart drengjum í yngri flokkunum.

Við hjá Þrótti hvetjum allar stelpur til að mæta og prófa handboltaæfingar hjá félaginu en æfingatafla þessara árganga er eftirfarandi:

Mánudagar        16:00-17:00 Laugardalshöll

Miðvikudagar    16:00-17:00 Laugardalshöll

Fimmtudagar     16:20-17:20 Íþróttahús MS

Þjálfari er Auður Þórðardóttir, audurbroa@gmail.com

Ef frekari upplýsinga er óskað þá vinsamlegast verið í sambandi við íþróttastjóra Þróttar í netfanginu thorir@trottur.is

Gulli Jóns skrifar undir nýjan tveggja ára samning

Gunnlaugur Jónsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild Þróttar og verður því þjálfari meistaraflokks karla tímabilin 2019 og 2020.

Gunnlaug þarf varla að kynna fyrir áhugamönnum um knattspyrnu, hann hefur þjálfað Selfoss, Val, KA, HK og síðast ÍA áður en hann kom til Þróttar á vordögum 2018 en auk þess á hann að baki fjölmarga leiki í efstu deild sem leikmaður, 12 A landsleiki og og 19 landsleiki með yngri landsliðum Íslands.

Gulli stýrði liðið Þróttar s.l. tímabil þegar liðið endaði í 5 sæti Inkasso deildarinnar og komst í 16 liða úrslit bikarsins.

Mikið starf er framundan innan knattspyrnunnar hjá Þrótti og er ráðning Gunnlaugs hluti af þeirri stefnu sem verið er að móta varðandi áframhaldandi uppbyggingu innan félagsins.

Lifi Þróttur !