Fréttir

Hreinn Ingi framlengir við Þrótt

Þróttur og Hreinn Ingi Örnólfsson hafa framlengt núgildandi samning um eitt ár og gildir samningurinn við leikmanninn nú út keppnistímabilið 2019.

Hreinn Ingi var einn af lykilmönnum Þróttar á síðasta tímabili og var m.a. valinn leikmaður Þróttar eftir tímabilið en hann kom til okkar Þróttara frá Víkingi árið 2008, hefur leikið 88 leiki með meistaraflokki Þróttar og skorað í þeim 4 mörk.  Það er gleðiefni að Hreinn hafi framlengt samning sinn við félagið og sýnt Þrótti þar með traust sem við reynum vissulega að standa undir.  Lifi Þróttur!

Meiðsla- og ástandsskimun yngri flokka 2017/2018 – Knattspyrnudeild Þróttar

Knattspyrnudeild Þróttar í samráði við Valgeir Einarsson sjúkraþjálfara mun standa fyrir meiðsla – og ástandsskimun leikmanna yngri flokkar Þróttar (2, 3 og 4 flokkur) í Þróttarheimilinu dagana 27.-29. desember n.k.Skimun yngri flokka fór í fyrsta sinn fram fyrir ári síðan í desember 2016. Þátttaka í fyrra var góð og því hefur verið ákveðið að bjóða upp á sams konar skimun á ný.

Lesa meira

Góð mæting í „Jólahangikjötsveislu“ HM-hópsins

Það var vel mætt, eins og venjulega, í „Jólahangikjötsveislu“ Þróttar á fimmtudaginn, 7.desember.

Eftir að menn höfðu gætt sér á gæða hangikjöti og meðlæti lásu þeir Sævar Helgi Bragason og Gunnar Helgason úr bókum sínum, Sævar Helgi lýsti himingeimnum fyrir mönnum í fáum orðum og hefði þurft nokkrar klukkustundir í viðbót en Gunnar las kafla úr nýjustu bók sinni „Amma best“ og brást ekki frekar en fyrri daginn. Að auki voru dregnir út nokkrir happdrættisvinningar og er ekki laust við að nokkrir gestirnir hafi brosað enn breiðar en annars.

 

Gleðileg jól

HM_hópurinn

sjá myndir

Lesa meira

Andrea Rut Bjarnadóttir skrifar undir samning við Þrótt

Þróttur og Andrea Rut Bjarnadóttir hafa skrifað undir tveggja ára samning sem þýðir að leikmaðurinn er samingsbundinn Þrótti út keppnistímabilið 2019.  Andrea Rut sem nýverið var valin í úrtakshóp U16 landslið stúlkna hefur þegar komið við sögu í leikjum meistaraflokks þrátt fyrir ungan aldur en hún er fædd árið 2003 og hefur skorað 1 mark í 9 leikjum í deild og bikar á árinu 2017.

Með samningnum vill félagið sýna að það hefur mikla trú á að þarna sé á ferð framtíðarleikmaður Þróttar og vonandi landsliðsins.  Þróttur skuldbindur sig m.a. með samningnum til þess að bjóða Andrea  upp á aðstöðu og umgjörð til þess að hún  geti bætt sig enn frekar og fái þá þjálfun sem til þarf.

Það er mikið gleðiefni fyrir okkur Þróttara þegar ungir leikmenn eru reiðubúnir til þess að sýna félaginu traust með þessum hætti og verður lögð áhersla á að Þróttur standi undir því trausti.  Lifi Þróttur!

Þróttur og Karl Brynjar framlengja samning til eins árs

Þróttur og Karl Brynjar Björnsson hafa framlengt samning til eins árs og gildir nýr samningur út keppnistímabilið 2018.   Karl Brynjar lék áður með ÍR en er uppalinn í FH. Hann hefur leikið með Þrótti frá árinu 2012 og á þessu tímabili hefur hann leikið 114 leiki með meistaraflokki Þróttar í deild og bikar og skorað í þeim 9 mörk.  Við Þróttarar fögnum því að Karl Brynjar sem leikið hefur stórt hlutverk í liði okkar í gegnum tíðina hafi ákveðið að taka þátt í baráttunni næsta sumar og framlengt samning.   Lifi Þróttur!