Fréttir

U17 landslið stúlkna í 4 sæti á Evrópumótinu í blaki

Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 17 ára og yngri tapaði í gær bronsleiknum á móti Finnlandi 3-0 (25-13, 25-18, 25-16). Íslensku stelpurnar lenda því í fjórða sæti á NEVZA mótinu, en átta lið tóku þátt.

Allar þrjár hrinurnar byrjuðu frekar jafnt og stóð íslenska liðið vel í því finnska. Íslenska liðið var hins vegar alltaf að elta, og náði aldrei góðu forskoti í leiknum.

Við óskum Eldey og stelpunum kærlega til hamingju með árangurinn og hlökkum til að fylgjast með þeim á blakvellinum í framtíðinni.

Lifi Þróttur og Lifi Ísland.

Stelpurnar í U17 ára landsliði Íslands komnar í undanúrslit

U17 landslið stúlkna var rétt í þessu að sigra Noreg 3-1 (26-24, 30-32, 25-12, 25-12). Með sigrinum tryggðu stelpurnar sig inn í undanúrslit á NEVZA mótinu. Stelpurnar mæta Svíþjóð í undanúrslitum kl 15:30 í dag.

Leikurinn í dag byrjaði hörkuspennandi en fyrstu tvær hrinurnar fóru báðar í upphækkun. Íslensku stelpurnar tóku fyrstu hrinuna 26-24, en töpuðu næstu 30-32. Ekkert virtist skilja á milli liðanna, en þá settu íslensku stelpurnar í annan gír og völtuðu yfir þær norsku í þriðju og fjórðu hrinu. Þriðja og fjórða hrina fóru báðar 25-12.

Önnur stigahæst í liðinu var Þróttarinn Eldey Hrafnsdóttir með 14 stig.

Með sigrinum tryggðu stelpurnar sig áfram inn í undanúrslitin, en þar mæta stelpurnar Svíþjóð. Ísland spilaði á móti Svíþjóð í riðlaspilinu á mánudaginn og tapaði í spennandi leik 3-1. Undanúrslitaleikurinn í dag er kl 15:30 og er hægt að horfa á hann í beinni útsendingu hér.

„Lambalæri að hætti mömmu“

Næsti gestur okkar í „lambalærinu að hætti mömmu“ verður Haukur Harðarson íþróttafréttamaður RÚV sem ætlar að ræða aðeins um landsliðið síðustu ár

hann tekur við spurningum sérfræðinga úr sal.

Hægt er að skrá sig hjá þeim, Sigurði K. Sveinbjörnssyni í póstfangi sigurdurks@simnet.is til kl.12 á miðvikudag 18.okt.

Verðið er kr.2500. Munið að þetta er ekki aðeins fyrir Þróttara, allir áhugasamir eru velkomnir.

Þróttarheimili Föstudagurinn 20.október kl.12.00 – 13.00

þeir sem vilja spjalla geta mætt fyrr og verið lengur.