VÍS-MÓTIÐ 2019

Fótboltahátíð VÍS og Þróttar

Haldin í Laugardalnum 25. – 26. maí 2019

Knattspyrnufélagið Þróttur í samstarfi við VÍS, Vátryggingafélag Íslands heldur knattspyrnuhátíð fyrir yngstu iðkendurna, drengi og stúlkur í 6., 7., og 8. flokki dagana 25.- 26. maí í Laugardalnum, þar sem allar aðstæður eru hinar bestu.

Nýjustu fréttir af mótinu er hægt að nálgast á Facebook síðu VÍS-mótsins https://www.facebook.com/VISmotid/

Þróttari vikunnar

Þróttari vikunnar er Katrín Gústafsdóttur, handboltakona í Þrótti.

Katrín Gústafsdóttir, 1938-, er einn af frumkvöðlunum í kvennahandboltanum í Þrótti en æfingar hófust ekki fyrr en 1951 og þá á grasi.  Stúlkurnar voru fljótar að ná tökum á íþróttinni og strax á öðru ári urðu þær fyrstar Þróttara til að verða Íslandsmeistarar þegar 2.flokkur vann þann titil og á næsta tímabili unnu þær tvöfalt, urðu bæði Reykjavíkur- og Íslandsmeistarar.  Katrín var í þessum hópi og vorið 1957 þegar hún var komin í meistaraflokk gerðu þær sér lítið fyrir og unnu alla flokkana þrjá, meistara, 1 og 2.flokk á Íslandsmótinu, ótrúlegt afrek sem ekki hefur verið endurtekið svo vitað sé. 

Katrín var valin í landslið Íslands það ár ásamt þeim Helgu Emilsdóttur og Elínu Guðmundsdóttur og aftur 1960 þegar hún var fyrirliði landsliðsins á Norðurlandamótinu sem haldið var í Svíþjóð og var hún talin hafa borið af hinum stúlkunum í liðinu.  Hún var síðan í hópi 10 bestu íþróttamanna landsins þegar íþróttafréttamenn völdu „Íþróttamann ársins 1960“.

Katrín er gift Vífli Oddssyni verkfræðingi sem verið hefur í bygginganefndum vegna bygginga félagsheimilisins við Holtaveg og grasvallarins á sama stað. Þá sat sonur þeirra Gústaf í aðalstjórn Þróttar í áraraðir.