Fréttir

Góð mæting hjá Óla Jó.

Það var hvert sæti skipað á „Lambalærinu“ á föstudag þegar Ólafur Jóhannesson, þjálfari Íslandsmeistara Vals 2017, var gestur okkar. Hann var stuttorðari en venjulega en fór þó víða um völl og ræddi Valsliðið og hvaða lið yrðu aðal keppinautar þeirra í sumar. Þá ræddi hann landsliðið og möguleika þess á HM í sumar. Að lokum spáði hann í spilin í Inkassodeildina og var viss um að Skagamenn komist strax aftur upp en var ekki
eins viss um hvaða lið færi upp með þeim, taldi þó Þrótt verða ofarlega.

Úrslitin í skákinni á þriðjudagskvöld.

Tefld var næstsíðasta umferðin(8) í lengri skákunum og urðu úrslit sem hér segir: Jón H. vann Óla Viðar, Kjartan vann Sölva, Bragi vann Davíð og Júlíus vann Helga
og tryggði sér þar með titilinn „Skákmeistari Þróttar“ 2018, þó hann eigi enn eftir tvær ótefldar skákir. Theodór sat yfir. Þá luku þeir Jón H. og Theodór frestaðri skák
úr 7.umferð og skildu þeir jafnir. Þegar ein umferð er eftir er Júlíus efstur með 6
vinninga, annar er Davíð með 4,5 vinninga og hefur lokið sínum skákum. Þrír eru jafnir
með 4 vinninga og geta stolið öðru sætinu af Davíð, þeir Bragi, Jón H. og Kjartan en
þeir síðastnefndu mætast einmitt í síðustu umferðinni, sem tefld verður 10.apríl.

Í hraðskákinni varð Davíð efstur með 7,5 vinninga, annar varð Theodór með 6,5 vinninga,
í þriðja til fjórða sæti urðu þeir Helgi og Óli Viðar með 6 vinninga og fimmti með 5,5
vinninga varð Gunnar. Tefldar voru 9 umferðir. Þetta var síðasta umferðinog er Júlíus
Óskarsson „Stigameistari Þróttar“2018, með 45 stig, en hann var fjarverandiað þessu sinni.
Annar er Óli Viðar Thorstensen með 38,5 stig, þriðji er Davíð með 36 stig, fjórði Theodór
með 30,5 stig og fimmti Kjartan með 27 stig.

Leikmenn Þróttar í hæfileikamótun KSÍ

Þorlákur Árnason yfirþjálfari hæfileikamótunar KSÍ hefur valið 8 leikmenn Þróttar til þátttöku í hæfileikamótun 27. og 28.mars n.k.  Verkefnið er fyrir leikmenn fædda 2004 og 2005 og voru 6 drengir og 2 stúlkur frá Þrótti valin að þessu sinni.  Drengirnir sem valdir hafa verið eru Birgir Halldórsson, Brynjar Gautur Harðarson, Daníel Karl Þrastarson, Hinrik Harðarson, Hlynur Þórhallsson og Kári Kristjánsson.  Stúlkurnar eru Auður Ísold Þórisdóttir og Elín Helga Finnsdóttir.  Við óskum öllum þessu efnilegu Þrótturum til hamingju með valið, þau verða okkur til sóma og eru framtíðarleikmenn félagsins.  Lifi…. Þróttur!