Handbolti

Jólafrí yngri flokka – opnunartími félagsheimilis

Jólafrí frá æfingum yngri flokka (3-8 flokkur) innan deilda Þróttar verður sem hér segir:

 

Knattspyrna:

Síðustu æfingar fyrir jólafrí verða sunnudaginn 16. desember og fyrstu æfingar eftir jólafrí verða föstudaginn 4. janúar.

Handbolti:

Síðustu æfingar fyrir jólafrí verða mánudaginn 17. desember og fyrstu æfingar eftir jólafrí verða miðvikudaginn 2. janúar.

Blak:

Síðustu æfingar fyrir jólafrí verða mánudaginn 17. desember og fyrstu æfingar eftir jólafrí verða þriðjudaginn 2. janúar.

Opnunartími skrifstofu um jól og áramót verður sem hér segir:

22.desember – 1.janúar                               Lokað

Fyrsti opnunardagur eftir áramót verður því miðvikudaginn 2. janúar

Frítt fyrir nýja iðkendur í handboltanum í desember og janúar

Stjórn handknattleiksdeildar Þróttar hefur ákveðið að gefa öllum nýjum iðkendum yngri flokka sem vilja prófa handbolta fríar æfingar í desember og janúar.

Með því að gefa iðkendum frítt að æfa er ætlunin að hvetja enn frekar yngri iðkendur til þátttöku í handbolta.

Við hjá Þrótti hvetjum alla krakka til að mæta og prófa handboltaæfingar hjá félaginu en æfingatöflu má finna á heimasíðunni á slóðinni https://www.trottur.is/um-thrott/aefingatoflur/

Ef frekari upplýsinga er óskað þá vinsamlegast verið í sambandi við íþróttastjóra Þróttar í netfanginu thorir@trottur.is