Handbolti

Árgangamót Þróttar 2018 – Skráning

Hið árlega árgangamót Þróttar verður haldið laugardaginn 9. júní. Vekjum sérstaka athygli á því að nú er mótið skipulagt fyrir bæði stelpur og stráka. Spilað verður í 5-6 manna liðum í 4 riðlum. Hver leikur er 15 min, frjálsar skiptingar. Endum mótið á einvígi blandaðra liða sigurvegara í deildum kk og kvk, Landslið vs Pressulið. Þátttökugjald verður hóflegt, veitingar í tjaldinu á viðráðanlegu verði og félagsskapur af dýrari gerðinni. Takið daginn frá og fjölmennum á glæsilegt árgangamót. Vekjum athygli á að allir leikmenn þurfa að skrá sig, það er ekki nóg að einn skrái sig sem fulltrúi liðs. Skráningu líkur á hádegi föstudaginn 8. júní. Þátttökuskráning á Árgangamót Þróttar: Skráðu þig hér.