Handbolti

Handboltaskóli Þróttar 2017

Tvö hálfsdags námskeið fyrir börn fædd á árunum 2006-2010 (þ.e. 7.fl,  6.fl) Handboltaskólinn er frá 09:00-12:00 og er þá aðaláherslan lögð á grunntækni í handbolta og handboltaleiki.  Námskeiðið er tilvalið fyrir byrjendur þar sem engrar kunnáttu er krafist en þeir sem lengra eru komnir fá einn meiri tækni – og stoðkennslu og fyrir þá er námskeiðið kjörið til að koma sér í gang fyrir veturinn.  Yfirþjálfari í skólanum Davíð Már Kristinsson.

Gæsla frá kl. 8–9 að kostnaðarlausu.

  Lesa meira

Hrannar Ingi og félagar i U17 ára landsliði Íslands að standa sig vel

Íslensku strákarnir hafa gert gott mót í Svíþjóð og á því varð enginn breyting í dag þegar liðið mætti í Tékkum í úrslitaleik um sigur í riðlinum.

Markaskorarar Ísland í leiknum:
Davíð Elí Heimisson 5, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 5, Blær Hinriksson 4, Einar Örn Sindrason 3, Magnús Axelsson 1, Hrannar Ingi Jóhannsson 1, Ólafur Brim Stefánsson 1, Ívar Logi Styrmisson 1, Stiven Tobar Valencia 1.

Milliriðlar í mótinu hefjast á morgun, ekki er ennþá ljóst hvaða liðum strákarnir okkar mæta.