Handboltaskóli Þróttar 2016

Handboltaskóli Þróttar rúllar af stað núna í ágúst. Boðið verður upp á tvö hálfsdags vikunámskeið fyrir börn fædd á árunum 2004-2010 (þ.e. 7. flokk, 6. flokk og yngra árið í 5.flokki). Handboltaskólinn er frá kl. 09:00-12:00.

UM NÁMSKEIÐIÐ
Aðaláherslan er lögð á grunntækni í handbolta, ásamt því sem spilaðir verða skemmtilegir handboltaleikir. Námskeiðið er tilvalið fyrir byrjendur þar sem engrar kunnáttu er krafist, en þeir krakkar sem lengra eru komnir fá meiri tækni– og stoðkennslu og fyrir þá er námskeiðið kjörið til að koma sér í gang fyrir veturinn. Yfirþjálfari í skólanum Davíð Már Kristinsson (866-9890 og davidmarkristinsson@gmail.com).

NÁMSKEIÐ Í BOÐI
• Námskeið 1 // 8.-12.ágúst // kl. 9-12 // Laugardalshöll
• Námskeið 2 // 15.-19.ágúst // kl. 9-12 // Laugardalshöll

VERÐ
Námskeiðsgjald fyrir hvort námskeið er 6.500 kr.

AFSLÁTTUR
Veittur er 15% systkinaafsláttur.

SKRÁNING
Skráning í handboltaskólann fer fram hérna:
https://trottur.felog.is
Athugið að nauðsynlegt er að nýskrá sig inn í Nori-kerfið til að geta klárað skráningu.

GREIÐSLUFYRIRKOMULAG
Hægt er að greiða námskeiðsgjald með kreditkorti í Nori skráningakerfinu (https://trottur.felog.is). Einnig er mögulegt að greiða námskeiðsgjald með millifærslu, en þá þarf að senda upplýsingar í tölvupósti á thorir@trottur.is.

NÁNARI UPPLÝSINGAR.
Þórir Hákonarson íþróttastjóri Þróttar veitir allar nánari upplýsingar í netfanginu thorir@trottur.is og/eða síma 580-5902.

Þróttur komst í 16-liða úrslit á Granollers Cup á Spáni.

3.flokkur karla eða U19 hefur undanfarna daga tekið þátt í handboltamótinu Granollers Cup á Spáni. Skemmst er frá því að segja að okkar menn enduðu í öðru sæti í sínum riðli en liðið tapaði einum leik í riðlinum og var það gegn Sænska liðinu Ystad sem hafnaði svo í efsta sætinu.

Okkar menn komust áfram í 16-liða úrslit mótsins en þurftu að lúta í lægra haldi gegn heimamönnum í Granollers 14-13. Sigurmark Spánverjanna kom úr aukakasti þegar leiktíminn var útrunninn. Súrt tap en engu að síður hafa strákarnir staðið sig frábærlega á þessu sterka móti.

Vel gert strákar!

LIFI ÞRÓTTUR

Uppskeruhátíð yngri flokka heppnaðist vel.

Uppskeruhátíð yngri flokka handknattleiksdeildar fór fram í gær, mánudaginn 4. maí með pompi og prakt í Þróttarheimilinu. Iðkendur og foreldrar komu saman og nutu góðrar samverustundar saman. Líðandi tímabil var gert upp og veittar voru viðurkenningar. Viðurkenningarnar má sjá hér að neðan.

Lesa meira