Uppskeruhátíð yngri flokka í handbolta (8.maí)

108 (Small)

Uppskeruhátíð yngri flokka Þróttar í handbolta fer fram miðvikudaginn 8. maí frá kl. 17:00-19:00 og verður hún haldin í  Þróttarheimilinu.

Þar verða veittar viðurkenningar og við óskum að sjálfsögðu eftir því að allir leggi sitt af mörkum og komi með bakkelsi á hlaðborðið.

 

Stjórn barna- og unglingaráðs handknattleiksdeildar.

2/3fl.kk aðalfundur

Sæl öll,
ég vil endilega benda ykkur á að næsta mánudag 2 apríl kl. 18:30 verður aðalfundur handknattleiksdeildar í Þróttarheimilinu.
Staðan er þannig að miklar breytingar verða á unglingaráði, einnig verður rætt um hugsanlegan meistaraflokk og viljum við hvetja sem flesta til að mæta á aðalfundinn.
Það er kominn tími til að fá almennilega mætingu á aðalfund og að fólk sýni að þeim er ekki sama um deildina!

Aðalfundur Handknattleiksdeildar Þróttar

verður haldinn mánudaginn 2. apríl 2012

í Þróttarheimilinu klukkan 18:30.

 

Dagskrá aðalfundarins er eftirfarandi:

 

1.  Kosning fundarstjóra og fundarritara.

2.  Formaður handknattleiksdeildar flytur skýrslu liðins starfsárs og
gjaldkeri skýrir reikninga deildarinnar.

3.  Kosning stjórnar.   Fyrst skal kosinn formaður.
Að því loknu fer fram kosning til stjórnar.

Að öðru leyti gilda um aðalfund deilda sömu reglur og um aðalfund

félagsins skv. 8. gr., eftir því sem við á.

2/3fl. æfingagjöld!

Sæl öll,

ennþá eiga margir eftir að greiða æfingagjöldin fyrir vorönn.
Vinsamlegast klárið þessi mál sem fyrst!

Æfingagjöld handknattleiksdeildar fyrir vorið 2012

Flokkur Verð
2.flokkur 27.000 kr.
3. flokkur 27.000 kr.
4. flokkur 27.000 kr.
5. flokkur 25.000 kr.
6. flokkur 21.000 kr.
7. flokkur 19.000 kr.

Æfingagjöld handknattleiksdeildar á vorönn verða innheimt með eftirfarandi hætti:

  • Foreldrar eru hvattir til að nýta frístundakort og ráðstafa því sem fyrst svo að innheimta gangi sem best. Hægt er að ráðstafa frístundastyrk í Nori greiðslukerfinu.
  • Hægt er að leggja inn á reikning barna- og unglingaráðs 336-26-66196 kt. 520908-1960 og merkja innlegg með nafni og flokki iðkanda.
  • Ef þið lendið í vandræðum hafið þá samband við Íþróttafulltrúa Þróttar á  jakob@trottur.is.