Ný stjórn í handboltanum

Undanfarnar vikur hefur aðalstjórn félagsins unnið að endurskipulagningu á handknattleiksdeildinni og nú hefur stjórn handknattleiksdeildar verið mynduð fram að næsta aðalfundi deildarinnar. 

Stjórnina  skipa þau Vala Valtýsdóttir (formaður), Gísli Óskarsson og Guðmundur Óskarsson og verður þeirra verkefni á næstunni að vinna að stefnumótun handboltans í samráði við nýráðinn yfirþjálfara, Óskar Jón Guðmundsson.  Jafnframt mun stjórn deildarinnar vinna að því að fá til liðs við sig aðila sem geta komið að yngri flokka starfi félagsins í handboltanum.  Við bjóðum þau velkomin til starfa og óskum þeim farsældar í verkefnunum sem framundan eru.  Lifi….!

Óskar Jón ráðinn sem yfirþjálfari handboltans hjá Þrótti

Óskar Jón Guðmundsson hefur verið ráðinn sem yfirþjálfari handboltans hjá Þrótti en því felst m.a. að hann verður aðalþjálfari meistaraflokks auk þess að þjálfa í yngri flokkum félagsins.  Í starfinu felst jafnframt ákveðið utanumhald handboltans hjá félaginu, vinna við stefnumótun til næstu ára, skipulagningu æfinga, nýliðun og yfirumsjón með öllu yngri flokka starfinu.  Ráðning Óskars er hluti af endurskipulagningu á handknattleiksdeildinni sem aðalstjórn hefur haft frumkvæði að undanfarið.

Óskar Jón er 33 ára gamall og er Þrótturum kunnugur þar sem hann hefur áður þjálfað í allnokkur ár hjá félaginu og síðast veturinn 2014-2015 þegar hann var þjálfari meistaraflokks karla.  Hann hefur á síðustu misserum verið þjálfari og framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar Harðar á Ísafirði en snýr nú aftur til Þróttar og tekur við mikilvægu uppbyggingastarfi í félaginu.  Við bjóðum Óskar velkominn til baka í Hjartað í Reykjavík og eigum von á góðu og farsælu samstarfi.  Lifi…!

Handboltaskóli Þróttar 2016

Handboltaskóli Þróttar rúllar af stað núna í ágúst. Boðið verður upp á tvö hálfsdags vikunámskeið fyrir börn fædd á árunum 2004-2010 (þ.e. 7. flokk, 6. flokk og yngra árið í 5.flokki). Handboltaskólinn er frá kl. 09:00-12:00.

UM NÁMSKEIÐIÐ
Aðaláherslan er lögð á grunntækni í handbolta, ásamt því sem spilaðir verða skemmtilegir handboltaleikir. Námskeiðið er tilvalið fyrir byrjendur þar sem engrar kunnáttu er krafist, en þeir krakkar sem lengra eru komnir fá meiri tækni– og stoðkennslu og fyrir þá er námskeiðið kjörið til að koma sér í gang fyrir veturinn. Yfirþjálfari í skólanum Davíð Már Kristinsson (866-9890 og davidmarkristinsson@gmail.com).

NÁMSKEIÐ Í BOÐI
• Námskeið 1 // 8.-12.ágúst // kl. 9-12 // Laugardalshöll
• Námskeið 2 // 15.-19.ágúst // kl. 9-12 // Laugardalshöll

VERÐ
Námskeiðsgjald fyrir hvort námskeið er 6.500 kr.

AFSLÁTTUR
Veittur er 15% systkinaafsláttur.

SKRÁNING
Skráning í handboltaskólann fer fram hérna:
https://trottur.felog.is
Athugið að nauðsynlegt er að nýskrá sig inn í Nori-kerfið til að geta klárað skráningu.

GREIÐSLUFYRIRKOMULAG
Hægt er að greiða námskeiðsgjald með kreditkorti í Nori skráningakerfinu (https://trottur.felog.is). Einnig er mögulegt að greiða námskeiðsgjald með millifærslu, en þá þarf að senda upplýsingar í tölvupósti á thorir@trottur.is.

NÁNARI UPPLÝSINGAR.
Þórir Hákonarson íþróttastjóri Þróttar veitir allar nánari upplýsingar í netfanginu thorir@trottur.is og/eða síma 580-5902.