4. flokkur kvenna

Handboltaskóli Þróttar 2016

Handboltaskóli Þróttar rúllar af stað núna í ágúst. Boðið verður upp á tvö hálfsdags vikunámskeið fyrir börn fædd á árunum 2004-2010 (þ.e. 7. flokk, 6. flokk og yngra árið í 5.flokki). Handboltaskólinn er frá kl. 09:00-12:00.

UM NÁMSKEIÐIÐ
Aðaláherslan er lögð á grunntækni í handbolta, ásamt því sem spilaðir verða skemmtilegir handboltaleikir. Námskeiðið er tilvalið fyrir byrjendur þar sem engrar kunnáttu er krafist, en þeir krakkar sem lengra eru komnir fá meiri tækni– og stoðkennslu og fyrir þá er námskeiðið kjörið til að koma sér í gang fyrir veturinn. Yfirþjálfari í skólanum Davíð Már Kristinsson (866-9890 og davidmarkristinsson@gmail.com).

NÁMSKEIÐ Í BOÐI
• Námskeið 1 // 8.-12.ágúst // kl. 9-12 // Laugardalshöll
• Námskeið 2 // 15.-19.ágúst // kl. 9-12 // Laugardalshöll

VERÐ
Námskeiðsgjald fyrir hvort námskeið er 6.500 kr.

AFSLÁTTUR
Veittur er 15% systkinaafsláttur.

SKRÁNING
Skráning í handboltaskólann fer fram hérna:
https://trottur.felog.is
Athugið að nauðsynlegt er að nýskrá sig inn í Nori-kerfið til að geta klárað skráningu.

GREIÐSLUFYRIRKOMULAG
Hægt er að greiða námskeiðsgjald með kreditkorti í Nori skráningakerfinu (https://trottur.felog.is). Einnig er mögulegt að greiða námskeiðsgjald með millifærslu, en þá þarf að senda upplýsingar í tölvupósti á thorir@trottur.is.

NÁNARI UPPLÝSINGAR.
Þórir Hákonarson íþróttastjóri Þróttar veitir allar nánari upplýsingar í netfanginu thorir@trottur.is og/eða síma 580-5902.

Uppskeruhátíð yngri flokka heppnaðist vel.

Uppskeruhátíð yngri flokka handknattleiksdeildar fór fram í gær, mánudaginn 4. maí með pompi og prakt í Þróttarheimilinu. Iðkendur og foreldrar komu saman og nutu góðrar samverustundar saman. Líðandi tímabil var gert upp og veittar voru viðurkenningar. Viðurkenningarnar má sjá hér að neðan.

Lesa meira

Uppskeruhátíð yngri flokka heppnaðist vel

6.flokkur kvenna ásamt þjálfara sínum Þórði Einarssyni.
6.flokkur kvenna ásamt þjálfara sínum Þórði Einarssyni.

Uppskeruhátíð yngri flokka handknattleiksdeildar fór fram í gær, mánudaginn 12. maí með pompi og prakt í Þróttarheimilinu. Iðkendur og foreldrar komu saman og nutu góðrar samverustundar saman. Líðandi tímabil var gert upp og veittar voru viðurkenningar. Viðurkenningarnar má sjá hér að neðan.

Viðurkenning fyrir fyrsta landsleik

Úlfur Gunnar Kjartansson

3.flokkur karla

Besti leikmaður: Logi Ágústsson

Efnilegasti leikmaður: Úlfur Gunnar Kjartansson

Mestur framfarir: Fannar Geirsson

photo...
6.flokkur karla ásamt þjálfara sínum Gunnlaugi Finnboga.

4.flokkur karla

Besti leikmaður: Róbert Pettersson

Efnilegasti leikmaður: Birgir Már Birgisson

Mestur framfarir: Smári Kristinsson

5.flokkur karla

Bestu leikmenn: Hrannar Ingi Jóhannsson og Yngvi Margeirsson

Efnilegasti leikmaður: Daníel Ernir Njarðarson

Mestur framfarir: Oliver Heiðarsson

6. og 7.flokkur

Allir iðkendur fengu viðurkenningu fyrir sína frammistöðu í vetur.

 

photo........
7.flokkur karla.

Þess má geta að 4.flokkur kvenna er staddur á Laugum í skólaferð og verða verðlaunaðar á sérstöku lokahófi 4.flokks kvenna á næstunni.

 

Iðkendur og forráðamönnum þeirra er svo bent á að fylgjast með á www.trottur.is í haust þegar starfið fer aftur af stað en nýjar æfingatöflur er ávallt birtar á heimasíðunni.

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.

LIFI ÞRÓTTUR!

 

Hér fyrir neðan er hægt að skoða myndir af 3., 4. og 5.flokki karla.

5.flokkur karla ásamt þjálfara sínum Aroni Guðmundssyni.
5.flokkur karla ásamt þjálfara sínum Aroni Guðmundssyni.
photo.....
4.flokkur karla ásamt þjálfurum sínum Óskari Guðmundssyni og Jakobi Lárussyni.
3.flokkur karla ásamt þjálfurum sínum Óskari Guðmundssyni og Jakobi Lárussyni.
3.flokkur karla ásamt þjálfurum sínum Óskari Guðmundssyni og Jakobi Lárussyni.