4. flokkur kvenna

Jólafrí yngri flokka hkn.deildar

Þróttur_Jól

Að núverandi viku liðinni (16.-22.des) eiga allir yngri flokkar handknattleiksdeildar að vera komnir í jólafrí. Þjálfarar tilkynna foreldrum og iðkendum sinna flokka sérsaklega hvenær síðasta æfing er.

Starfið hefst svo aftur frá og með mánudeginum 6.janúar eða þriðjudeginum 7.janúar, nánar auglýst síðar. Það standa nefnilega yfir viðgerðir í Laugardalshöllinni í lok mánaðarins en þeim verður vonandi lokið fyrir mánudaginn 6.janúar.

Gleðilega hátíð.

 

Með Þróttarkveðju,

BUR (Barna- og unglingaráð handknattleiksdeildar)

Minnum á Jólatréssöluna á morgun (þriðjudag)

Þróttur_

HÓ HÓ HÓ!!

Næstkomandi þriðjudag þann 17.des versla allir sannir Þróttarar jólatré af sínu heittelskaða félagi.

Jólatréssalan verður aðeins opin þennan eina dag frá kl.17.00 – 21.00 á planinu utan við félagsheimilið í Dalnum.

Boðið verður upp á heitt kakó og vel valin lög eftir valinkunna Köttara munu óma.

Mætum öll á þriðjudaginn í jólatréssöluna hjá Þrótti. Það mun enginn fara í Jólaköttarann.

Frístundastyrkurinn fyrnist um áramót

ÍTR-LOGO

Á hverju ári veita Reykjavíkurborg og ÍTR börnum og unglingum 6-18 ára, styrk fyrir frístundastarfi svo framarlega sem þau hafi lögheimili í Reykjavík.

Við viljum minna foreldra og forráðamenn á að styrkurinn fyrnist um áramót og því mikilvægt að nýta hann áður en nýtt ár gengur í garð ætli fólk sér að gera það á annað borð.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að nýta sér styrkinn en hann er hægt að nýta til að greiða æfingagjöld.

Styrknum er ráðstafað í gegnum Rafræna Reykjavík.

Skráning í starfið og frístundarútuna

trottur_

Kæru foreldrar/forráðamenn

Nú er skráning í allar deildir opin á skráningar- og greiðslusíðu Þróttar. Þar fer einnig fram skráning í frístundarútuna.

https://trottur.felog.is.

Upplýsingar um æfingagjöld og frístundarútuna má nálagast á eftirfarandi tenglum:

 

Æfingatöflur deilda má nálgast á eftirfarandi tengli: