Þróttur – handbolti hefur ráðið Róbert Pettersson sem þjálfara fyrir 6. og 7. flokk karla

Róbert Pettersson er 20 ára gamall student frá Verzlunaskóli Íslands.

Hann hefur alla tið æft og spilað með Þrótti, bæði í knattspurnu og handbolta,byrjaði æfa handbolta í 7.flokk og er í dag hluti af meistaraflokk Þróttar.

Róbert hefur góða reynslu af þjálfun og hefur undanfarin ár verið þjálfari í yngri flokkum handknattleiksdeildar.

Líf og fjör á Handboltamóti 7. flokks karla

Handboltastrákarnir í 7. flokki karla fóru á sitt annað mót í vetur um síðastliðna helgi. Mótshaldarar voru Fram og var spilað í Fram húsinu sem og í íþróttahúsi Álftamýrarskóla

Í 7. flokk í handbolta eru mörkin ekki talin á mótum en strákarnir alltaf vissir samt sem áður hverjir standa uppi sem sigurvegarar í lok leikja

Þróttur sendi 2 lið til leiks. Lið 2 spilaði á föstudeginum og léku við hvurn sinn fingur og ljóst að þeir eru að öðlast meira sjálfstraust og eru að ná meiri færni.

Lið 1 spilaði síðan á laugardeginum og ljóst að þeir eru einnig í framför. Fastari og betri sendingar og betri gabbhreyfingar og betra stöðumat varnarlega og sóknarlega

Ljóst er að framtíðin er björt hjá þessum strákum haldi þeir rétt á spilunum

Lifi Þróttur

Handboltaskóli Þróttar 2017

Tvö hálfsdags námskeið fyrir börn fædd á árunum 2006-2010 (þ.e. 7.fl,  6.fl) Handboltaskólinn er frá 09:00-12:00 og er þá aðaláherslan lögð á grunntækni í handbolta og handboltaleiki.  Námskeiðið er tilvalið fyrir byrjendur þar sem engrar kunnáttu er krafist en þeir sem lengra eru komnir fá einn meiri tækni – og stoðkennslu og fyrir þá er námskeiðið kjörið til að koma sér í gang fyrir veturinn.  Yfirþjálfari í skólanum Davíð Már Kristinsson.

Gæsla frá kl. 8–9 að kostnaðarlausu.

  Lesa meira