Karlar

Hrannar Ingi og félagar i U17 ára landsliði Íslands að standa sig vel

Íslensku strákarnir hafa gert gott mót í Svíþjóð og á því varð enginn breyting í dag þegar liðið mætti í Tékkum í úrslitaleik um sigur í riðlinum.

Markaskorarar Ísland í leiknum:
Davíð Elí Heimisson 5, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 5, Blær Hinriksson 4, Einar Örn Sindrason 3, Magnús Axelsson 1, Hrannar Ingi Jóhannsson 1, Ólafur Brim Stefánsson 1, Ívar Logi Styrmisson 1, Stiven Tobar Valencia 1.

Milliriðlar í mótinu hefjast á morgun, ekki er ennþá ljóst hvaða liðum strákarnir okkar mæta.

5 flokkur karla í handbolta gerði gott mót á Ísafirði.

Helgina 21-23 apríl gerði yngra ár 5. flokks karla í handbolta góða ferð á Skeljungsmótið sem haldið var á Ísafirði og í Bolungarvík. Jafnframt var þetta 5 og síðasta Íslandsmót vetrarins.

Drengirnir léku við hvurn sinn fingur og sigruðu alla 4 leikina sína í sinni deild örugglega með markatöluna 35 mörk í plús.

Frábær og samheldinn hópur sem var vel studdur af foreldrum sínum sem voru búin að fjölmenna vestur á firði til að fylgja drengjunum sínum eftir. Stórskemmtileg helgi hjá Þrótturum fyrir vestan.

 

Engin spurning að þarna á ferð eru framtíðar leikmenn meistaraflokks karla