Karlar

Þróttarar Hotel-Gruber Cup meistarar 2016

Strákarnir í meistaraflokki karla eru um þessar mundir í æfingarferð í Þýskalandi, ásamt stífum æfingum hjá liðinu, tóku þeir þátt í hraðmóti á laugardaginn,

andstæðingarnir voru Þýska liðið TV 05 Mulheim í undanúrslitum, strákanir þrátt fyrir lítið leikform sýndu sínar bestu hliðar og unnu öruggan 22-19 sigur,

í úrslitaleiknum mættu þeir úrvalsdeildarliði frá Belgíu KV Sasja, sterku liði sem lenti í öðru sæti í deildinni þar, 4 A landsliðsmenn Belga innanborðs, strákarnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir og unnu sterkan sigur 18-14

Belgarnir sögðust eftir leikk löngu hættir að botna í þessum Íslendingum,

Einn æfingarleikum framundan og svo þó nokkuð af æfingum, biðja þeir fyrir bestu kveðjum heim.

Lifi Þróttur.